Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 318
314
ist undir botninn. Smjörið þarf að geymast á þurrum
köldum og loftgóðum st.að, og ekki má geyma annað
þar inni svo sem harðfiek eða annað þess háttar, sem
smjörið getur íengið keim af.
Vatn, sem smjör og smjörílát eru þvegin úr, þarf
að vera sérlega gott, og er eitt af mörgu, sem verður
að taka mikið tillit til, þá er bygður er nýr smjörskáli.
Það má heita svo, að rjómabúið standi eða falli með
góðu eða vondu vatni. Auk þess sem það á að vera
hreint, kalt (6—10° C.) og bragðgott, þarf það að vera
laust við öll lífrœn efni; eru þá auðvitað uppsprettu-
lindir beztar. Þar sem eigi hagar svo til, verður að
grafa brunn og steinlíma upp frá botni, svo vatn af
yfirborði jarðar geti ekki sigið niður í brunninn. Leggja
má þá galvaníseraða járnrennu úr botni inn í húsið, og
sé brunnurinn byrgður.
Ahöld. Mjög er áríðandi, að öll nauðsynleg áhöld
séu til á rjómabúinu, og þau séu í því lagi, að þau spilli
eða eyðileggi ekki alla' þá miklu fyrirhöfn, er bændur
hafa fyrir þessum lofsverða félagsskap sínum.
Strokkarnir eru góðir, en sumstaðar of iitlir, þar
sem verður að skaka 5—6 strokka á dag. Gæta verður
þess, að bullan hafi nægan snúningshraða, og munu 160
snúningar á mínútu eigi vera of mikið fyrir þá stærð
strokka, er nú tíðkast á rjómabúunum. Strokkarnir
ættu að standa nálægt glugga, sem hægt er að opna,
svo þeir þorni fljótt, sé ekki hægt að koma þeim út,
þegar gott er veður.
Smjörhnoðunarvclarnar eru ekki eins góðar.
Bæði eru þær of litlar, þó er það ekki til skaöa, nema
á fáum stöðum, þar sem smjörið er mest. Hitt er verra,
að ílestar þeirra hnoða illa (hnoðunarás og borð fylgjast
ekki að). Engin var verii en sú á Rangárvallabúinu,
hún var í mesta ólagi, og varð að hnoða smjörið 4—5
-sinnum um, án þess að fá það íullhnoðað. Afleiðingin
var sú, að smjörið, á fjórða hundrað punda á dag, var