Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 319
315
geymt í stórhrúgum í trogum til næsta dags, og þá
fyrst var það látið niður í smjörtunnurnar.
Rjómabúin á Hofsá og Rauðalæk hafa fengið mjög
góðar hnoðunarvélar, þær eru hæfilega stórar, og hnoða
smjörið ágætlega. Þær hafa líka þann mikla kost fram
yflr hinar, að hægt er að hleypa þeim af stað og stöðva
aftur með fætinum, án þess að snerta á þeim með
höndunum. Þær kosta um 220 kr. og fást í Kolding
hjá Constantin & Schröder.
Rjómatunnurnar eru of litlar, eru þær tiltölulega
dýrari en stærri tunnur og meira verk er að þvo þær
og halda hreinum en færri stærri tunnum; en verst er
þó, að það kólnar fyr í þeim rjóminn en í stærri ílátum,
þar sem yfirborðið er tiltölulega stærra, en léttari eru
þessar litlu tunnur í meðferð fyrir bústýrur, og meðan
við sýrum rjómann með áum og að eins rjómann í einni
tunnunni með sýru, ætti tunnustærðin að fara eftir strckk-
stærðinni. Annars álit eg neyðarúrræði að sýra með
áum, því miklu fremur geta þær orðið vondar og mis-
jafnar, en sýra sem vel er hirt, og finst mér félagsmenn
ættu ekki að horfa í þann kostnað, að kaupa góða
undanrennu til sýrugerðar.
Á nær því öllum rjómabúunum eru brúkaðar ýmsar
myndir af trogum eða bölum, sem smjörið er látið liggja
í, á milli þess sem það er hnoðað. Þessir balar eru flestir
mjög lélegir og rétt ómögulegt að halda þeim hreinum,
auk þess sem of lítið rúm er fyrir smjörið í þeim.
Smjörið þarf að fljóta í vatninu í smástykkjum, svo það
kólni sem fyrst, því ekki er gott að smjörið liggi marga
tíma á milli hnoðana, einkum ef vatnið, sem það liggur
í, er slæmt.
í stað þessara bala ætti að brúka stóra eikarkassa,
en miklu er þó betra að steypa upp steinþró. Stærð
hennar verður að fara eftir smjörmagni búsins, húsrúmi
og fleiru. Bezt er að láta hana standa úti í horni, þar
sem hún tekur minst rúm, þó svo nærri hnoðvélinni