Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 320
316
•sem hægt er, svo ekki þurfi að bera smjörið í þróua.
Gjörum ráð fyrir steinþró,' sem að innanmáli sé 2' á
breidd, 6' á lengd og 2' á hæð. Botn og hliðar séu 5
þml. á þykt. Bezt er að steypa botninn fyrst og láta
ná um 2 þml. út yfir hliðar. Blanda skal saman einum
hluta af sementi og 4 af vel hreinum, grófum sandi.
Raða skal f steypuna smáhöggnu, hreinu grjói.i, þó svo,
að alstaðar sé að minsta kosti 1 þml. yzt af tómri
sementsblöndu. Borðin, sem brúkuð eru, ættu að vera
hefluð og vel blaut, verpast þau þá ekki við brúkunina
og verður steypan þá miklu fallegri útlits. Gott er að
draga múrskeiðina nokkrum sinnum fram með borðinu,
við það sígur sementsvatn úr steypunni fram að borð-
inu, og yzt myndast hörð gljáhúð. Að lokum þegar
steypan er orðin nokkuð hörð, er dregið yfir hana með
stórum bursta, vættum í sementsvatni, fæst hún þá hörð,
slétt og gljáandi.
Sem hitunarvél er alment brúkuð gasolín-vélin
„Quick meal“, og eru stærri tegundir hennar góðar,
einnig er reynt á Fossvallaláekjar-búinu að brúka venjulega
eldavél og gefst það allvel, mun það töluvert ódýrara;
en langt um meiri óþrifnaður fyrir smjörgerðarkonu er
að fást við hana en vélina, og held eg henni því ekki
fram. Sumstaðar hefir verið hrúgað upp ótrúlega léleg-
um eldhúskofum, er þar hitað vatn á hlóðum, og brent
taði undir; ættu bústýrur alls ekki að taka slikt í mál,
enda sparnaður tvísýnn.
Gæta verður þess, er frá verkfærum er gengið, að
hnoðunarvél og önnur áhöld stándi ekki beint undir
ásnum, þar sem reimáburður og óhreinindi' geta fallið
niður á þau.
Mjög er áríðandi, að geymsla ílátanna og annara
verkfæra yfir veturinn só svb góð sem unt er, og verð-
ur formaður búanná að hafa eftirlit með þeim og verjá
þau skemdum. í ryðgaðri sýrufötu er ekki unt að halda
góðri sýru, og af ryðguðum ílátum kemur oft þetta svo
k