Búnaðarrit - 01.01.1905, Qupperneq 321
317
Tcallaöa tólgaibragð. Tréílát ætti að kalka vel -utan og
innan, en blikkílát ættu að geymast þur og ókölkuð á
þurrum og góðum stað. Gott væri að liita þau, og
smyrja síðan utan og innan með tólgarmola.
Kalk má ekki vanta á rjómabúið einn einasta dag,
það er jafnnauðsynlegt fyrir búin, eins og andrúmsloftið
fyrir okkur, og er það skyJda bústýrunnar að segja til
í tíma, bæði um það og annað er vantar, og formanns-
ins að útvega það. Kalk má aldrei spara, heldur brúka
það eftir megni á þiljur, gólf og ílát. Sódi, sem líka
er miklu dýrari, er ekki nærri því eins góður. Yarla
get eg imyndað mér, að það sé tilviljun ein, að á þremur
búuni,rm vantaði alveg kalk, og á öðrum þremur var til
einhver óþverri, algjörlega óbrúkandi, sunnan af Stokks-
eyri, og eiga bústýrur að reka slikt af höndum sér, hafi
kaupandinn ekki vit á slíku, og heimta annað betra.
Það er ekki lítið áríðandi, að félagsmenn og for-
menn rjómabúanna láti sér mjög ant um þau, og hafi
lifandi áhuga á því, að alt sé þar í sem beztu lagi, og
ekkert vanti af þvi, sem brúka þarf daglega.
Félagsmenn verða að vanda mjög alia meðferð mjólk-
urinnar, og eigi er nóg að rjómabrúsinn einn sé vel
hirfur, heldur þarf skilvinda, mjólkurfata og önnur ílát,
er mjólkin kemur í, að vera vel hirt. Við allan slíkan
þvott er kalk ómissandi, og betra en sódi, og ekki verð-
ur komist hjá að brúka heitt vatn, og ætti síðasti þvott-
urinn ætið að vera úr sjóðandi vatni, en eigi köldu, hvort
heldur er tré- eða blikkílát. Eg vil sérstaklega minna
bústýrurnar á það, að strokkurinn þornar miklu fyr, sé
hann þveginn úr vel heitu vatni síðast, og þurkur er
eitt af aðalmöðulunum til að diepa gerla, og verja ílátin
fúllri sýrulykt; þá mundu og sumar bústýrur geta kom-
ist hjá, að þerra ilátin innan með þvottaklút, sem alls
ekki ætti að eiga sér stað, því þeir eru alcjrei svo vel
hirtir, að ekki séu þeir ágætasta gerlakveikja. Bústýr-
ur ættu að gera sér að reglu, að þvo ílátin strax og