Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 322
318
búið er að brúka þau, en ekki láta f au Standa með
mjólkurleifum, er fljótt súrna.
Bústýran ætti að hafa leyfi til að senda félags-
mönnum heim rjómann, ekki einungis þegar hann er
skemdur, heldur lika þegar eitthvað er ábótavant með
flutning á honum eða rjómafötum.
Pélagsmenn hafa sumstaðar byrjað á ýipsum miður
heppilegum varúðarreglum, svo sem að loka rjómafötun-
um með lás, og ættu þeir þá að kaupa sömu lása-teg-
undina í stórkaupum, svo bústýran þurfi ekki að drag-
ast með stóia iyklakippu, heldur brúka að eins einn
lykil. Æði víða eru fötulokin bundin aftur með óhrein-
um snærisspottum; en verst var það þó á Frammnes-
búinu, þar var það orðin nýt.ýzka að vefja lokin með
tuskum, svo bústýran varð að berja þau af með hamri.
Alt þessháttar ættu menn að forðast, því lokin sitja nógu
fast á fötunum, sé ekki byrjað á slíku. Rjómabrúsana
ætti að tölumerkja, og ættu þeir þá auðvitað að hafa
sama númer og eigandinn hefir á félagaskránni. Einnig
mætti lóða dálitla plötu á brúsann með nafni eða bók-
stöfum eigandans, þá þyrftu ekki að dingla við brúsann
leðurpjötlur, spýtur o. fl. þess háttar.
Víða eru pokar brúkaðir utan um rjómabrúsana, í
þeim tvísýna tilgangi að verja þá óhreinindum, og eins
til þess að íjóminn hitni síður á leiðinni. Pokar þessir
vilja óhreinkast mjög í meðferðinni, og þyrfti því iðug-
lega að skifta um þá, eigi þeir að koma að fullum not-
um. Ekki ættu þeir að vera lengri en svo, að draga
mætti poka-opið saman um hálsinn á brúsanum, en ekki
binda yfir brúsalokið. Betra væri að brúka þá alls ekki,
en flytja brúsana í hripum. Svo mætti breiða hreinan
dúk þvert yfir hestinn og þannig skýla þeim.
Félagsmenn verða að koma rjómanum í tæka tíð
á skálann, og ekki má það seinna vera en kl. 2—3 á
daginn. Ekki ættu þeir heldur að halda rjómanum eftir
heima surpa daga vikunnar, heldur ávalt senda hann