Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 323
319
allan á búið; geta þeir þar fengið úr sama rjómamagni
meira og betra smjör en heima hjá sér, þar sem kunn-
átta og áhöld eru ekki eins fullkomin. Smjör það, er fé-
lagsmenn fá þannig, verður að hafa sama söluverð og sú
smjörsending, er það heyrir til, og verður þá andvirði
þess dregið frá smjörpeningunum, þá út er borgað.
Mörgum hættir við að kenna bústýrunni um alt, sem
ólaga fer á smjörbúinu. En slíkt er ranglátt. Félags-
menn og formenn þeirra, verða að láta bústýrnna hafa öll
nauðsynlgg áhöld í góðum og haganlegum rjómaskála,
hjálpa þeim til að hald reglu og hreinlæti, svo þær geti
unnið eins eða- á sama hátt dag frá degi. Þá fyrst er
hægt að vera heimtufrekur við bústýruna, og kenna henni
um, fari eitthvað i ólagi.
Þegar tekið er tillit til hins stutta námstíma, er bú-
stýrurnar hafa, eru þær flestar furðu vel að sér, og standa
vel í stöðu sinni. Þó eru störf þeirra of mikið á reiki,
og ættu þær að nota meira vasaúrið sitt og hitamæli.
Yandasamasta verkið, og það, sem krefur mesta ná-
kvæmni og hreinlæti er sýrugerðin. Hún heflr oft vilj-
að misheppnast og svo er enn. Þó vil eg geta þess, að
á eigi fáum stöðum var allgóð sýra, og á einum þrem
stöðum sérlega góð. Á nokkrum stöðum vantaði nauð-
synlegustu áhöld, eða þau voru óbrúkleg fyrir ryði. Sýru-
mjólkin, sem á að vera undanrenna, er ekki nóg hituð
áður en hún er sýrð, og mætti það ekki vera minna en
•90° C. í hálfan tíma. í Daninörku er það venja, að láta
mjólkurföturnar standa niðri í sjóðandi vatni i klukku-
tíma; þá fyrst álíta menn alla eða flesta gerla drepna.
Öll áhöld, sem brúkuð eru við sýruna, þarf að hreinsa
sem bezt (sterilísera) rétt áður en þau eru notuð. Bezt
•er að þvo þau fyrst úr kalkvatni, svo úr sjóðandi vatni
og seinast vír litlum hluta þeirrar mjólkur eða sýru, er
nota skal. Munið eftir, að versti og skaðlegasti óvinur-
inn á rjómabúunum er ósýnilegur og óáþreifanlegur, og