Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 324
320
dafnar því betur, því meiri óregla og óhirða, sem á sér
stað. Það eru gerlarnir.
Þegar sýran er orðin jöfn, á strax að setja hana
í kalt vatn og ekki að hræra hana upp, fyrr én rétt áð-
ur en hún er brúkuð. Varast verður áð iáta hana standa
í opnum ílátum, svo sem þvottafati, þar sem óhreinindi falla
niður í hana.. Á sýrufötuna þyrfti sérstakt lok með gati
í miðju, og mætti þar lóða á hornbeygðan stút, svo loft
gæti leykið um, en óhreinindi ekki. Eg vil geta þess,
bústýrum til íhugunar, að Margrét Sigurðardóttir í Arn-
arbæli, sem hafði einna bezta sýru, hafði að eins eina
sýru, úr undanrennu. í 16 pd. af mjólk lét hún rúm-
an V4 pela af sýru. Fyrst um vorið, þá kalt var, hit-
aði hún sýrumjólkina í 26° C., seinna um sumarið að
eins 18—20°, og var þá sýran orðin jöfn og góð eftir
16—18 tíma. — Þessi aðferð er nú almennust í Danmörku
og töluvert frábrugðin þeirri, sem búst.ýrur brúka nú, og
verður í því efni að leita fyrir sér hvað bezt er.
Smjörsöltun er mjög mismunandi á búunum, eða
5—9°/o. Fiestar söltuðu í kring um 7°/o. Eftir því sem
samgöngur batna, og geymsip, og flutningur verður betri
og styttri, og sérstaklega verði smjörið flutt á markað-
inn í kældu rúmi, ætti að salta smjörið minna og ekki
yfir 6%; enda tapar smjörið sínu fína, góða bragði
þegar meir er saltað og fær remmukeim af saltinu. Þeir
sem útvega smjörsalt, verða að vanda það sem mest,
því ekki eru allar tegundir jafngóðar, þó smjörsalt kallist.
Þá er eitt atriði, þótt þýðingariítið sé, sem eg vil
minnast á:
í Danmörku er það venja að hnoða alt smjör með
höndunum. Hér eru spaðar eða sleifar brúkaðar af öll-
um að undanskildum tveimur bústýrum, er hafa aukið
nám sitt í Danmörku. Spaðarnir viija slitna við brúk-
unina og fer það eðlilega í smjörið, og ekki eru þeir
mýkri viðkomu við smjörið, en mjúkar bústýruhendur,
enda á að brúka tilfmninguna eins mikið og sjóninatilað