Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 325
321
dæraa um, hvort smjöriÖ er fullhnoðað. Um hreinlæti
tala eg ekki þar, því sé bústýran ekki nógu hreinleg til
að hnoða smjörið með höndunum, er hún ekki hæf til
annara starfa á búinu, og ekki get eg kallað þessa að-
ferð annað en reglulegt „sleifariag".
Filumagn 'í áum mældi eg á öllum búunum, og
reyndist það að vera mjög mismunandi, eða 0,3—1,5%.
Meðaltal var 0.73%- Vanalega er talið, að eftir verði
0,4% í áum úr kúamjólk, en ýmislegt bendir á, að ekki
náist fitan eins vel úr sauðamjólk, enda mun það líka
vera reynsla manna. En það er mai'gt fleira, sem stuðlar
að því að eftir verður of mikil fita í áunum, nl. ólag á
sýrugerð, rjóminn of heitur sem skekinn er, ýmislegt ó-
lag á strokknum, svo hann skekst ekki á réttum tíma
(ca. 30 mín.), skemdur rjómi, rjómaþykt, fóður, árstíð
og einstaklingseðli.
Þetta atriði er mjög þýðingarmikiö fyrir búin, og
þyrfti að rannsaka það miklu nánar; verður þá að taka
nægilegt tillit til þess vatns sem skolað er niður í strokk-
inn. Bústýrur ættu sjálfar að mæla fituna í áunum við
og við, og reyna að lagfæra, verðl alt of mikil fita eftir
í þeim.
Rjómabúasambandið ætti að annast innkaup á skil-
vindum, en ekki láta einstaka menn græða á því. Eins
ætti það að kaupa beint frá fyrstu hendi alt það er
rjómabúin þurfa. Til þess þyrfti sérfróðan mann, er ekki
keypti annað en það er bezt væri, og bezt ætti við á
hverjum stað. Nú þegar smjörframleiðslan vex árlega,
þyrfti að vera eftirlitsmaður með smjörsölunni, er reyndi
að koma á heppilegum sölusamningum. Gæti þá sami
maöurinn haft þetta eftirlit og annast kaup fyrir
rjómabúin.
21