Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 327
323
hér heima, út af afmælissýningunni sjálenzku, og salan
á hrossum þeim er þangað voru send, hafa stutt mjög
að þvi, Einn hestakaupmaður, er eg þekki, dýralæknir
Sveinn Larsen í Kaupmannahöfn, seldi í sumar fyrir hr.
L. Zellner í Newcastle um 600 íslenzka hesta i Danmörku.
Áður en eg geri frekar grein fyrir markaðshorfun-
um í Danmörku fyrir islenzka hesta, vil eg skýra frá
tiiraun þeirri, er Landsbúnaðarfélagið gerði í sumar með
sölu á íslenzkum hestum í Danmörku.
Á aðalfundi húnaðarsambands Sjálands, í desemberí
fyrra haust var ákveðið að halda stóra landbúnaðarsýn-
ingu í Kaupmannahöfn dagana 6—9 júlí í sumar, í minn-
ingu um 25 ára starfsemi félagsins í þarflr búnaðarins á
Sjálandi. Fundurinn kaus siðan 8 manna nefnd til að
standa fyrir sýningunni, og var fólksþingsmaður Oie Ólsen
varaformaður féiagsins, kosinn formaður sýningarnefnd-
arinnar.
Seint í febrúar í vetur fékk Búnaðarfélag íslands
bréf frá sýníngarnefndinni, þar sem hún, eftir undirlagi
prófessors T.Westermanns við iandbúnaðarháskólann, býðst
til að taka á móti íslenzkum hestum frá félaginu á sýn-
inguna og kosta þá meðan á sýningunni standi.
Stjórn Búnaðarfélagsins sá að hér var um mjög þýð-
ingarmikið mál að ræða, og að tækifærið var sérstak-
Jega hentugt til þess að auka þekkingu Dana á íslenzk-
um hestum. Félagið hafði hinsvegar ekki fé til að
kaupa hesta fyrir og senda á sýninguna. sem auðvitað
hefði verið bezt. Það var því afráðið, að félagið
reyndi að fá bændur og aðra hestaeigendur i helztu hesta-
plássum landsins til að senda alt að 30 góða hesta á
sýninguna. Hestarnir áttu að vera á aldrinum 5—7 ára,
siórir, einliiir, gallalausir, tamdir og vel feiiir. Þeir
áttu að koma til Reykjavíkur 15. júní, því afráðið var
að senda þá með „Lauru“ 17. s. m. Félagið bauðst til
að sjá um hestana, og kosta þá að öllu leyti, frá því