Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 328
324
þeir kæmu til Reykjavíkur og þar til þeir yrðu seldir i
Kaupmannahöfn, nema hvað eigendur áttu sjálfir að
borga fargjaldið. Þeir áttu og að hafa ábyrgð á hest-
unum, en til þess að trygging væri fyrir að sem bezt
færi um hestana á leiðinni, og salan færi reglulega fram,
var ákveðið að eg færi með hestunum, sæi um þá á
leiðinni út, sýndi þá og annaðist söluna, sem ákveðið
var að færi fram í lok sýningaiinnar við opinbert uppboð.
Þetta var auglýst í 3. hefti Freys. er sent var úf
um landið með marz póstunum, og jafnframt óskað eft-
ir að þeir, sem vildu senda hesta á sýninguna tilkyntu
það Búnaðarfélaginu fyrir 1. júní. í ritstjórnargrein i
sama hefti Freys voru gefnai nánari upplýsingar um
hvernig hestarnir ættu að vera, og bændur hvattir til að
snúast vel við málaleitun félagsins, og jafn framt bent
á hvaða þýðingu það gæti haft fyrir íramtíðar hesta-
markað vorn.
Til þess að reyna að tryggja sem bezt, að nógu margir
valdir hestar fengust á sýninguna, skrifaði eg — eftir
samráði við stjórn Búnaðarfélagsins — nokkrum mönn-
um í helztu hestaplássum 'landsins, og bað þá að gang-
ast fyrir, hvern í sinni sýslu, að ákveðin tala af völdum
hestum, yrðu sendir á sýninguna, og að sjá um að þeir
kæmu hingað suður til Reykjavíkur 15. júní. Þessir
menn voru : Þorvaldur Arasen póstafgreiðslumaðui’, Yiði-
mýri (6—8), Magnús Steindórsson óðalsbóndi, Hnansum
(7—8), Jóhann Þorsteinsson pi óf., Stafholti (4), Björn Þor-
steinsson bóndi, Bæ (4), Eggert Benidiktsson óðalsbóndi,
Laugardælum (3), og Grímur Thorarensen hreppstjóri,
Kirkjubæ (5).
Tölurnar í svigunum tákna hestatölu þá, er eg ósk-
aði eftir að fá úr ofannefndum sýslum.
Magnús og Þorvaldur létu mig vita að undirtekt-
ir væru góðar í þeirra sýslum, og óhætt væri að gera
ráð fyrir 7—8 hestum úr hverri sýslunni um sig, og
ætluðu þeir að senda hestaua suður í félagi, eius og eg