Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 329
325
hafði bent á i bréfum til þeirra. Séra Jóhann skrifaði
mér í aprílmánuði að hann hefði fengið tilkynningu um
2 góða hesta, sem ættu að fara á sýninguna, og þegar
hann var á ferð hér í Reykjavík í maí sagði hann mór,
að 4 hestar mundu verða sendir úr Mýrasýslu. Frá
Birni í bæ heyrði eg aldrei neitt. en séra Arnór á Hesti
tilkynti Búnaðarfélaginu að hann ætlaði að senda 3 hesta
á sýninguna, og .Takob á Varmalæk að hann ætlaði að
senda einn hest. Eggert og Grím fann eg i apríl, og
sagði Eggert mér að ekki væri von um nema 1 eða 2 hesta
úr Árnessýslu. enda lítið um hesta þar. Grímur hafði
þar á móti fengið tilboð um 5 úr Rangárvallasýslu.
Úr Hornafirði fókk Búnaðarfólagið tilboð um 2 hesta,
á sýninguna, en af því t.alsverður kostnaður og erflð-
leikar voru á að koma þeim til Reykjavíkur, latti eg
þess heldur að þeir yrðu sendir, og varð því ekkert úr
þvi, enda vissi eg ekki þá annað, en að langsamlega
nógu margir hestar yrðu í boði.
Fyiri hluta júnímánaðar var eg á sýningaferð aust-
ur i Árnes- og Rangárvallasýslu. Grímur Thorarensen
á Kirkjuhæ hafði stefnt hestunum, sem átti að senda úr
Rangárvallasýslu á sýningu er haldin var á Ægisiðu 5.
júuí, lil þess að eg gæti skoðað þá þar, og komu 3 af
þeim. En af því að enginn þein a var reglulega fallegur,
vildi eigi, og gat eigi. lofað eigendum að þeir yi ðu sendir
á sýninguna í Kaupmannahöfn. ef betri kynnu að verða
í boði, og varð það til þess, að þeir hættu við að senda
þá til Reykjavíkur 15. júrn', eins og um haíði verið samið
— Úr Rangárvallasýslu komu þvi að eins 2 hestai- og
úr Árnessýslu einn.
Hestarnir úr Húnavat.nssýslu, 8 alls, 7 vagnhesta-
efni og 1 leiðhestur, komu að norðan þann 14. júní.
Þeir vou allir á aldrinum 5— 7 vetra, einlitir, gallalaus-
ir og yfirleitt stórir og föngulegir (að reiðhestinum und-
anteknum), en of magrir og ekki komnir úr hárum.
Með manninum, sem kom með húnvetnsku hestana
i