Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 330
326
fékk eg bréf frá Þorvaldi Arasen á Víðimýri, þar sem
hartn lætur mig vita að engir hestar komi úr Skagafjarð-
arsýslu. Hann hafði gert þá ráðstöfun, að Skagfirðingar,
um 20, sem vildu senda hesta á sýninguna, kæmu með þá
að Viðimýri 7. júní, og hafði hann boðað þangað þekta
hestamenn, til að velja úr 8 þá beztu. er átti að senda
suður. Af þessum ca. 20 hestum, sem von var á. koinu
að eins 4, og ejgendurnir vildu ekki senda þá suður
vegna a.ukakostnaðar, sem legðist á þá, af þvi þeir væru
svo fáir.
Úr Borgarfjarðar- og Mýrasýslu koniu engir af hest-
um peim er lojað hajði verið, og hefir hvorki Búnað-
arfélagið né eg til þessa dags fengið að vita ástæð-
urriar til þess.
Stjórn Búnaðarfélagsins hafði skrifað sýningarnefnd-
inni i Höfn. að félagið mundi senda alt að 30 hesta á
sýninguna. Það var þvi mjög óþægilegt fyrir félagið
að menn skyldu bregðast á seinustu stundu, eins og raun
varð á, en erfitt úr að bæta, af því komið var i ein-
daga. Ti) þess þó að reyna að bjarga málinu við að
einhverju leyti, fór eg til m'anna þeirra hér í Reykjavik,
er eg vissi að áttu hesta, er voru líklegir til fararinnar.
Árangurinn af því varð miklu betri, en hægt var að bú-
ast við. Ek fékk 9 hesta úr Reykjavik, þar af tvo vel
góða reiðhesta. Nokkrir þeirra — sérstaklega nr. 20 og
21 voru að vísu eldii en upphuflega hafði verið á-
kveðið, en þeir voru feitii og velfallegir, ognr. 20 mjögstór.
Úr nágrenni Reykjavíkur komu tveir hestar. Þeir
voru báðir litilfjörlegir, og hefði eg ekki tekið þá, ef
annars hefði verið kostur. Hið sama er að segja um
annan hestinn úr Rangárvallasýslu (nr. 12) sérstaklega
af því livað hann var magur.
Hestamir, sem fóru á sýninguna, urðu þannig alls
21, 7 reiðhestar og 14 áburðarhestar eða vagnhestaefni,
flestir lítið tamdir, að eins tveir æfðir við drátt.
Hestarnir voru merktir jafnóðum og eg tók á móti