Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 333
329
sem farið hafa til Danmerkur. Þar var ákveðið að selja
alla hestana við uppboð laugardaginn 8. júlí, nema þá
þrjá, er eg hafði lofað sýningarnefndinni til tombólunnar.
Uppboðið skyldi auglýst í 6 heiztu blöðum Kaupmanna-
hafnar og með stórum auglýsingum, er fest.ar voru upp
á sýningarsvæðinu. Þá var afráðið að láta prenta lista
(Katalog) með stuttri lýsingu á hestunum, til útbýtingar
á uppboðinu. Prófessor Sand, dýralæknir J^arsen og þriðji
maður til (Anton Christensen assistent við búnaðarhá-
skólann) voi u fengnii- til að skoða hestana vandlega, og
setja verð á þá, og var upprunalega ætlun vor, að
hestarnii' yrðu ekki seldir á uppboðinu undir því verði.
Þegar til kom hvarf eg þó frá því, meðai annars af því
að mat.sverðið var sett svo hátt. Það var og mikúl á-
byrgðarhluti fyrir mig að bjóða inn hestana, því vel gat
farið svo. að þeir ekki seldust eins vel hvað þá betur
utan uppboðs, auk þess sem sú sala hlaut að hafa rnoiri
eða rr.inni kostnað í för með sér.
Mat.snefnuin tiinefndi þrjá þá beztu af reiðhestunum,
og þrá af áburðarhestunum tii verðlauna, fyrstu annara
og þriðju veiðlauna í hverjum flokki. Verðlaununum var
þó aldrei útbýtt, því sýningarnefndin kvaðst ekki hafafé
fyrir hendi. er hún mætti veija til þess.
Daginn fyrir sýninguna bauð sýningarnefndin um 100
biaðamönnum frá heiztu blöðum og búfræðistímaritum
í Danmörku og á Skáni til þess að skoða sýninguna, áð-
ur en hún væri opnuð. og voru þeir um leið boðnir til
morgunverðar. Eg lofaði ýmsum þeirra að koma á bak
beztu reiðhestana og gafst þeim vel að. Áður hafði eg
samið stutta lýsingu á íslenzkum hestum, er eg útbýtti
meðal þeirra, enda var minst hlýlega á hestana í mjög
rnörgum blöðum daginn eftir og næstu daga, og sum
íluttu skemri eða lengri greinar um þá.
Sýningin hófst 6. júli og stóð til 9. júlí eða í 4
daga. í dagskrá sýningarinnar var ákveðið að ríða ís-
lenzku hestunum fyrsta, þriða og fjórða. sýningardaginn