Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 335
331
hæð. vel skapaður en lítill, viljugur, vel vakur
en laus á og ekki fi i við fælni. Eigandi Magnús
Steindórsson á Hnausum. Verð 195 kr. (250).
2. Blágrár hestur brokkgengur, 5 vetra, 53V3 þml.
á hæð. Mjög sterkbygður en grófgerður og
fremur Ijótur utlits. Tilnefnd þriðju verðlaun
meðal vagnhestanna. Eigandi Ásgeir Þorvalds-
son Blönduós. Verð 280 kr. (250).
3. Leirljós hestur brokkgengur, 7 vetra, 511/^ þinl.
á hæð. Brokkaði vel, nokkuð þunnur um brjóstin
og söðulbnkaður. Eigandi Jóhann Líndal Víði-
dalstungu. Verð 225 kr. (175).
4. Jarpstjörnóttur hestur brokkgengur, 6 vetra, 52J/a
þml. á hæð. Mjög fallega skapaður, stór og sterk-
legur, góður brokkari og sæmilega viljugur. TiJ-
nefnd önnur verðlaun meðal vagnhestanna. Eig-
andi Sigurður Jónsson Lækjamóti. Verð 300 kr.
(275).
5. Rauðstjörnót.tur hestur brokkgengur, 6 vetra,
53 þml. á hæð. Fallega skapaður, viljugur, tljótur,
og brokkaði fremur vel. Eigandi Tómas Múller
Blönduós. Verð 260 kr. (225).
6. Rauður hestur brokkgengui’, 6 vetra, 52^/g þml.
á hæð. Nokkuð hrygglangur með fallegan háls
og höfuð. Eigandi Eggert Skarphéðinsson Kornsá.
Verð 200 kr. (200).
7. Dökkrauður hestur brokkgengur, 6 vetra, 52 þml.
á hæð. Laglegur i vexti, góður brokkari en
nokkuð lítill. Eigandi MagnúsSteindórsson Hnaus-
um. Verð 190 kr. (225).
8. Jarpur hestur brokkgengur, 7 vetra, 53 þml. á
hæð. Fallega skapaður, stór og þreklegur. Frá
Bergstöðum í Miðfirði. Verð 260 kr. (250).
9. Jarpur graðhestur brokkgengur, 7 vetra. 52Vs
þml. á hæð. Fallega skapaður og góður brokk-