Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 337
Nr. 18. Glófaxóttur klárhestur, 6 vetra, 53 þml. á hæð.
Mjög fallega skapaður, bar sig fallega, fjörlegur
og sæmilega fljótur, en lítið riðinn. Tilnefndur
til þriðju verðlauna meðal reiðhestanna. Eig-
andi Daníel Daníelsson Reykjavík. Verð 285 kr.
(275).
—19. Rauður hestur vakur, 8 vetra, öl1/^ þml. á hæð.
Sterklega vaxinn, bar sig vel, þægilega fjörugur,
mikill skeiðhestur og töltari góður. Tilnefnd
fyrstu verðlaun meðal reiðhestanna. Eigandi
Guðm. Ólsen Reykjavík. Verð 420 kr. (400).
— 20. Móskjóttur hestur brokkgengur, 11 vetra, 54 þml.
á hæð. Mjög stór og þrekinn, selfeitur, brokkaði
vel, vanur fyrir vagni. Tilnefndur til fyrstu
verðlauna meðal vagnhestanna. Eigandi Daníel
Bernhöft Reykjavík. Verð 300 kr. (300).
— 21. Glófaxóttur hestur vakur, 14 vetra, 51 þmi. á
hæð. Pallega skapaður, fjörmikiil en nokkuð
stifur, vekringur mikill en laus á, ágætur töltari.
Tilnefndur til annara verðlauna meðai reiðhest-
anna. Sami eigandi. Verð 300 kr. (300).
Sem reiðhestar voru seldir, Nr. 1, 14. 16, 17. 18,
19 og 21. Hinir sem vagnhestaefni og vagnhestar.
Meðalverðið á öllum hesturium var 232,38 kr.,
matsverðið lítið eitt hærra, 95 aurum á hest að meðal-
tali. Reiðhest.arnir seldust tiltölulega mikið lakara en
áburðarhestarnir, enda ekki nema. tveir reglulega góðir,
og annar þeirra (nr. 21) var orðinn altof gamall. Tenn-
urnar litu þó mun yngri út en þær voru i raun og veru,
og hjálpaði það nokkuð. Sama var tilfellið með nr. 20.
Þótt munurinn á matsverði og söluverði sé yfirieitt
ekki mikili. eru þó nokkrar undantekningar frá því.
Þannig seldist nr. 1, 55 kr. undir matsverði, og mun
það aðallega hafa verið vegna. þess að hann var ekki
laus við fælni, og því eigi hægt að fá hann til að hlaupa
vel innan um mannfjöldann á uppboðinu. Orsökin til