Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 338
334
þess að nr. 9 seldist svo illa, mun hafa verið sú, að
hann var ógeltur. Annars er matsverðið eins og gefur
að skilja mikið hetri mælikvarði en söluverðið fyrir
sönnu verðmæti hestanna, þar sem það er sett af sér-
fræðingum. sem höfðu góðan tíma og tækifæri til að
skoða og reyna hestana.
Hestarnir dreifðust til og frá um Danmörku. Tvo
þriðju eða vel það keyptu bændur og húsmenn, en hitt
kaupmenn í horgunum einkanlega í Kaupmannahöfn.
Eg hefi í byrjun ritgjörðar þessarar sýnt fram á,
að alt fram að þessu ári heflr ekki veiið að ræða um
neinn veruiegan markað fyrir íslenzka hesta í Danmörku.
Næstum allir islenzkir hestar sem út hafa verið fluttir,
iiafa farið til Bretlands eins og skýrslan sýnir.
Það sem fyrst þarf að athuga er því, hvort um nokk-
urn verlegan markað sé að ræða í Danmörku fyrir hesta
vora, og hvort, harin muni vera til frambúðar. Um þetta
skal eg fara nokkrum orðum.
Danmörk er mjög hrossaríkt larid, eftir þvi sem gjör-
ist i rnentalöndunurn, hvort sem miðað er við stærð
landsins eða íbúatölu. Þetta á sina aðaiorsök í því,
hversu vel landið er ræktað, og býlin mörg.
Danmörk (að Borgunda.rhólmi meðtöldum) er 38,300
□ kílóm. að stærð — ca. 675 fermílur. Þar af er 67°/0
akurland (plægð jörð), 10% engjar og beir.iiand, 7—8%
skóglondi, 11% graslausar heiðar og sandar, og hitt vegir,
húslóðir m. fl. — Býli, sem grasnyt hafa. eru um 245
þúsund. Þar af eru 2000 stórbýli, 73.000 bændabýli,
og um 170,000 grasbýli (Huse med Jord, Husinands-
pladseij. Þessar tölur sýna Ijóslega að bændalýðurinn í
Danmörku þarf mikið á hestum að halda, en auk þess
er hestabrúkunin í borgunum mjög mikil, og fer óðum
vaxandi, eftir þvi sem íbúatalan eykst og atvinnuvegum
fjölgar.