Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 339
335
Við seinasta búpeningstal í Danmörku árið 1903, var
hrossatalan að folöldum meðtöldum 486,935. Hrossun-
um hefir fjölgað mjög seinustu 10 árin, um 18°/0, og
mun sú fjölgun aðallega eiga rót sína að rekja til vax-
andi þarfa fyrir hesta í landinu sjálfu, en mikið hefir
það og stutt að hrossafjölguninni, að á seinni árum hefir
verið mjög góður markaður á Þýzkalandi fyrir hesta af
józku kvni. seldir þangað ca. 20.000 hestar á ári fyrir alt
að 1000 kr. hver að meðaltali.
Mikill meiri hluti af öllum hestum í Danmörku er
af józku kyni. Það eru stórir og mjög sterkbygðir
hestar, frá 65 þml. alt upp að 70 þm). á hæð (bandmál).
Almennir bnikunarhestar kosta 900—1000 kr. — Annað
aðal hestakynið í Danmörku er Priðriksborgarkynið.
Hestar a,f því kyni eru 1—2 þml. lægri að meðaltali en
józku hestarnir og mun grennri. Venjulegt verð á brúkun-
arhestum af þvi kyni er 700—800 kr. Önnur innlend
hestakyn eru ekki í Danmörku, og að útlendum hesta-
kynum kveður mjög lítið.
Sumum kann ef til vill að virðast, að þar sem Danir
framleiða mun meira af hestum en þeir sjálfir hafa þörf
fyrir, séu litlar likur til að i Danmörku geti verið um
nokkurn verulegan n>arkað að ræða fyrir íslenzka hesta.
Þetta væri þó röng ályktun, sem meðal annars sóst á
því að Danir hafa á seinni árum flutt inn i landið ca. 5.
þúsund hest.a á ári, mest frá Rússlandi.
Eg hefi áður tekið það fram, að danskir hestar væru
bæði stórir og dýrir, enda gæti ekki komið til mála í
landi, sem er eins vel ræktað og Danmörk, að ala upp
hesta nema að hátt verð fengist fyrir þá. Það er þó
eigi kaupverðið eitt sem gerir hesta haldið svo dýrt,
heldur öllu fremur hvað dönsku hestarnir eru fóðurfrekir,
sem er eðlileg afleiðing af stærðinni. Meðalfóður um
sólarhringinn fyrir hesta af Friðriksborgarkyni við al-
menna brúkun mun mega telja 10 pd. af höfrurr, 5 pd.
af heyi og 7 pd. af hálm. Józku hestarnir þurfa mikið