Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 340
S3(i
meira fóður. Eftir skýrslum, sem safnað hefir verið frá
ölgerðarhúsum, sporvegsfelögum og öðrum slíkum félög-
um í Kaupmannahöfn, er brúka nær þvi eingöngu józka
hesta, þurfa þeir á dag við fulla vinnu ca. 17. pd. af
höfrum, 6 pd af heyi og 7 pd af hálmi, eða jafngildi
þess í öðru fóðri.
Þar sem danskir hestar eru svo dýrir og fóðurfrekir
eins og skýrt hefir verið fiá, er það skiljanlegt aðbænd-
ui' og aðrir, sem á hestum þurfa að halda viiji hafa. þá
svo fáa, er þeir frekast sjá sér fært. enda er það algild
regla allra, sem með efni sin kunna að fara, að hafa hið
minsta, er við verður komið af kostnaðarsömum og end-
ingarlitlum áhölduin. Af sömu ástæðu er það sjálfsögð
regla, að nota kost.naðarminsta áhaldið. ef með því er
hægt, að framkvæma sömu vinnu, jafn fljótt og vel, eins
og með kostnaðarsamara áhaldi. Nú er eins og gefur að
skilja í landi sem Danmörku, með svo inisstórum býlum,
margskonar ræktun, og fjölbreyttum atvinnuvegum, eigi
alllitið af vinnu, sem má framkvæma eins fljótt og vel
með litlum hestum sem stói um. En) eins og áður hefir
verið tekið fram, eiga Danir að eins stór hestakyn. Smá-
hestana (ponies) verða þeir því að kaupa að. Þet.ta er
því auðveldara fyrir þá, þar sem þeir hafa svo góðan
markað fyrir hesta sina á Þýzkalandi. Józki bóndinn
getur t. d. með því að selja einn sinn hest fengið 3
valda rússneska eða íslenzka hesta fyrir andvirði hans, og
fóður þeirra kostar að minsta kosti ekki meira en
józka hestsins eins.
Danir brúka smáhesta (ponies) aðallega til léttari
aksturs, bæði í sveitunum og borgunum. í sveitum eru
það sérstaklega stórbýlin og grasbýlin, sem þurfa þeirra
með. Það er að verða almennara og aimennara, að stór-
býlin haldi að minsta kosti 2 smáhesta, er notaðir eiu
til allskonar snúninga og léttari aksturs. Af slíkri vinnu
er ætíð mjög mikið á stórbýlunum, og með því að halda
2 eða fleiri smáhesta má spara mikið stóru og dýru