Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 341
hestana, auk þess sem smáhestarnir eru mikið þægilegri
til slíki'ai' vinnu, og fljótlegra að grípa til þeirra.
Grasbýli eru mjög mörg í Danmörku eins og áður
er tekið fram, og þeim fjölgar óðum. Þau eru öll litil,
venjulegast þetta 10—20 dagsláttur eða þaðan af minni
Á Mið Jótlandi og Vestur-Jótlandi þar sem jörðin er sendin,
gætu flestir húsmenn (grasbýlismenn) mjög vel komist af
með tvo smáhesta, og það er mikið ódýrara og hent-
ugra fyrir þá. en að halda einn józkan hest. Þetta eru
Danir farnir að sjá og viðurkenna. í bændablaðinu
danska (Agrardagbladet) stóð grein í sumar nokkrum
dögum eftir sýninguna i Kaupmannahöfn, þar sem skýrt
er frá, að húsmaður á Jótlandí, sem hefir yfir 30 dag-
slátta land. hafl í nokkur ár haft tvo íslenzka hesta, er
hann hafi plægt með og yflr höfuð framkvæmt alla vinnu
á býliriu með, sem hesta þurfti til. Á Austur-Jótlandi
og Ryj'inum er jörð viðast mjög leirborin. og þarf því
stærri hesta til plæginganna, þótt þær séu i smáum stýl.
Á bændabýlunum eru smáhestarnir mjög lítið not-
aðir, og lítil von um að þeir verði notaðir á þeim neitt
verulega í nánustu framtíð.
Hingað til hafa smáhestarnir mest verið notaðir til
ýmsra snúninga í borgum, bæjum og kaupstöðum, sór-
staklega við verzlanir. Þessi brúkun fer nð sjálfsögðu
vaxandi eftir þvi sem fólkinu fjölgar og bæirnir stækka,
því þótt bifreiðir, reiðhjól o. s. frv. sóu að verða al-
mennari og almennari virðist það ekkertdraga úr hesta-
þörflnni.
Af því, sem að framan er sagt, virðist auðsætt að
markaður fyrir smáhesta í Danmörku fari óðum vax-
andi. Eg fyrir mitt leyti get naumast verið í nokkrum
efa um, að eftir svo sem 10—15 ár hér frá, þurfl Danir
að kaupa að minsta kosti helnnngi fleiri smáhesta en
þeir gera nú eða svo sam 10,000 á ári. í öllu falli er
það áreiðanlegt, að Danir þurfa eftirleiðis að kaupa mikið
fleiri smáhesta, ei- vér getum án verið. En þá kemur
22