Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 342
338
til athugunar að hve miklu leyti hestar vorir geta full-
nægt kröfnm Dana, og hvort, markaðsvonirnar eru betri
í Danm. en markaður sá, er vér höfum nú.
Danir hafa aðallega flutt inn smáhesta frá Rússlandi
eins og áður hefir verið tekið fram. Rússneskir smá-
hestar eru mjög misjafnir bæði að stærð og skapnaðar-
lagi. Hæðin er venjulega frá 52 þuml. upp í 56 þuml.
nokkrir þó hærri alt að 60 þumlungum. Skapnaðarlagið
er ekki ólíkt og á vorum hestum, þó eru rússnesku
hestarnir ekki eins traust bygðii', en fult eins failegir,
herðakamburinn hærri, hálsinn lengri og reistari og höf-
uðið tiltölulega minna. Aðalkostir rússnesku hestanna
fram yfir þá íslenzku eru, að þeir, vegna stærðarinnar,
eru sterkari — draga betur — og jafn viljugri, en aftur
eru íslenzku hestarnir úthaldsbetri og endingarbetri, og
þurfa minna fóður. Verð á rússneskum hestum í Dan-
mörku er þetta frá 200 - 350 kr. eftir stærð og gæðum.
Á meðar. stríðið st.óð millum Rússa og Japana var út-
flutningur á hestum frá Rússlandi bannaður. Nú erþað
bann upphafið og rússneskir hestar aftpr farnii' að flytj-
ast til Danmerkur. Á meðan bannið stóð, fengu Danir
megnið af smáhestunum frá Austurríki — Galiczien.
Hestar þar eru svipaðir að stærð og rússnesku hestarnir
og kosta líkt.
Vegna þess hvað íslenzku hestarnir eru litlir, geta
þeir að eins að nokkru leyti fullnægt. þörfum Dana fyrir
smáhest.a. Nærri sanni mun láta, að í Danmörku megi
sem stendur fá sæmilega góðan markað fyrir svo sem
2000 íslenzka hesta á ári eða sem svarar 2/s af smá-
hestum þeim, er Danir kaupa. Ef vér gerðum eitthvað
verulegt til þess að stækka og bæta hestakyn vort, mundi
þessi markaður að sjálfsögðu aukast og batna að sama skapi.
Verðið, sem fæst fyrir hestana, fereðlilega eftir því,
hversu góðir þeir eru, og hvað skynsamlega sölunni er
hagað. Ef að eins væru sendir góðir hestar til Dan-
merkur á góðum aldri, 5—8 vetra, er óhætt að gera ráð