Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 343
339
íyrir að þeir seldust þar á 200 kr. upp og niður. Með
því að gera 40 kr. á hest fyrir öllum kostnaði við send-
ingu og sölu hestanna, sem er nóg í lagt, fengju þá
bændur 160 kr. fyrir hvern hest að meðaltali.
Seinustu 5 árin, er skýrslur ná yfir, hafa verið fluttir
út 3395 hestar að meðaltali. Meðalverð þeirra er 54 kr.
eða þrisvar sinnum lœgra verð en eg álít að fá megi
fyrir íslenzka hesta í Danmörku, ef að eins góðir hest-
ar ern sendir þangað. Og til þess að bændur fengju
sömu fjárupphæð fyrir hesta, og þeir hafa fengið að
meðaltali á umræddu 5 ára tímabili, þyrfti ekki að flytja
út nema 1183 hesta á ári.
Sumir kunna að segja, að það sé órökstudd getgáta
að fá megi fyrir ísl. ábui ðarhesta (vagnhestaefni) i Dan-
mörku 200 kr. upp og niður, þótt góðir séu. Ef menn
athuga það, sem áður er sagt um verð á rússneskum
hestum í Danmörku, og söluna á sýningarhestunum,
vona eg þó að þeir viðurkenni, að verðið sé ekki sett af
handa liófi. Sjö af hestunum úr Húnavatnssýslu nr.
2—8 voru áburðarhestar (vagnhestaefni) á aldrinum 5—
7 vetra, frá 51x/2 til 53Vg þml. á hæð. Það voru alt
góðir, gallalausir hestar, en eftir útliti að dæma hafði
engu sérlegu verið kostað upp á þá, öðruvísi en gerist
með markaðshesta, enda yfirleitt fremur magrir þegar
þeir komu hingað til Reykjavíkur í miðjum júním.; þeir
seldust að meðaltaii á 245 krónnr.
Skýrslan hér að íraman um sölu sýningarhestanna
ásamt lýsingunni á þeim, þótt stutt sé, gefur góðar
bendingar um, hvaða kostir það eru við íslenzka hesta,
sem Danir leggja sérstaklega áherzlu á. Fyrst og fremst
er það stærðin, er þeir leggja mjög mikla áherziu á,
ekki einungis hæðin, heldur og að hesturinn sé þrokiega
vaxinn og samsvari sér sem bezt. Því næst er áríðandi,
að fæturnir séu traustir og óskakkir, og hófar úr góðu
eíni, galia- og lýtalausir. Þá leggja. Danir mikla áherzlu
á að hesturinn hrokki fljótt og vel, og sé sporviljugur.