Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 344
340
Nauðsynlegt er að hestarnir séu bandvanir, og bezt að
þeir sóu æfðir við drátt. Vakrir mega vagnhestar alls
ekki vera, það fellir þá mjög í verði.
Þegar salan á sýningarhestunum er athuguð, sést,
að beztu áburðarhestarnir seldust á 300 kr. og þeir lök-
ustu á 170 kr. Hinir þar í millum. Mór er óhætt að
fullyrða, að yflrleitt hafl verið kostað eins miklu upp á
þá hestana, er lakast seldust eins og hina, sem seldust
bezt. Það er því eingöngu kynferðið, er verðmunin-
um veldur, og ætti því þessi sala að geta orðið til þess,
að opna augu bænda fyrir þýðing hrossakynbótanna,
ef það á annað borð er hægt.
Eg hefl hór að framan eingöngu rætt um markað
fyrir áburðarhesta eða vagnhesta í Danmörku. En áður
en eg lýk máli mínu vil eg minnast lítið eitt á markað
fyrir reiðhesta.
Hestar eru mjög lítið notaðir til reiðar í Evrópu,
nema af hermönnum. í Norður-Ameríku eru hestar þar
á móti mikið notaðir til reiðar, og með því að allir
viðurkenna, að það er bæði mjög heilsustyrkjandi og
fögur og góð skemtun, að ríða góðum hesti, er mjög
líklegt að það fari aftur að komast í móð í Evrópu.
Á seinni árum heflr verið sent dálítið af reiðhest-
um til Danmerkur, einna mest í sumar. Um stóran
markað mun þó varla að ræða í nánustu framtíð, naum-
ast meira en svo sem 50—100 hesta á ári.
íslenzku reiðhestarnir eru sórstaklega notaðir á
stórbýlunum í Danmörku. Einn stóreignamaður á Norð-
ur-Jótlandi, er eg þekki, hefir í mörg ár haft 4—5 reið-
hesta, sem fólk hans ríður næstum daglega sér til heilsu-
bóta og skemtunar. Þá eru íslenzku reiðhestarnir mjög
hentugir fyrir verkstjóra á stórbýlunum. Þeir eiga að
sjá um vinnu fjölda fólks, senr venjulegast vinnur í
mörgum flokkum og oft langt í millum. Þeir brúka
venjulega hesta til að ríða í millum verkafólksins, og viður-
kenna Danir að íslenzku reiðhestarnir séu allra hesta