Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 348
344
að af vöxtunum má styrkja menn til iífsábyrgðarkaupa
til viðbótartryggingar lánveitingum til ábýliskaupa, og
'dregur það væntanlega nokkuð frá verðlaunaveitingunum.
Þau 4 ár, sem lifað hefir verið eftir iögunum óbreytt-
um, hafa 215 hlotið verðlaun, og verið útbýtt 15,500 kr.
Efst á blaði er Árnessýsla með 50 verðlaun, þá er næst
Kángárvalla með 40. Þriðja í röðinni er Borgarfjarðar
með 19 verðlaun, 4. Dala með 15, 5. Suður-Múla með
11. Þá hafa 3 sýsiur: Snæfellsness, Skagafjarðar, og
Vestur Skaptafells 10 hver. Hinar hafa fengíð færri en
10, og sérstaklega rekur maður augun í það, að í Eyja-
íjarðarsýslu hafa 2 einir hlotið verðlaun, og er þó mikið
unnið að jarðabótum í þeirri sýslu. Enginn sótti þaðan
í þetta sinn. Vestmanneyjasýsia er eina sýslan á land-
inu, sem farið hefir alveg varhluta af verðlaununum.
í árslokin 1904 var Ræktunarsjóðurinn 159,387
kr. og 6 a.
P. B.
Kensla eftirlitsmanna 1905.
Kensla fyrir eftirlitsmenn handa nautgripafélögum
fór fram hér í Reykjavík í vetur sem leið að tilhlutun
Landsbúnaðarfélagsins. Námsskeiðið byrjaði 15. febrúar
og stóð til 18. marz, eða rúman mánuð.
Eftirfarandi sex piltar stunduðu námið:
Ari Þórðarson, búfræðingur úr Borgarnesi, Tómas
Jónasson, frá Sólheimum í Mýrarsýslu, Böðvar Jónsson,
frá Álafossi í Mosfellssveit, Kjartan Guðmundsson, frá
Hörgsholti í Ilrunamannahr., Björn Jóhannsson, realstud.,
Skarði Fnjóskadal og Þorgils Hjálmarsson, fúfr. Óslandi
Skagafjs. Ari stundaði námið að eins fyrri hluta kenslu-
tímabilsins, varð siðan lasinn og hætti. Hinir allir stund-
uðu námið kappsamlega allan tímann.