Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 349
345
Kenslutímanum var skift millum námsgreina sem
hér segir:
Líffærafræði, bókleg 5 stundir á viku.
Fóðrunarfræði, bókleg 5 stundir á viku.
Eftirlitsreikningur, bóki. og verkl. 5 stundir á viku.
Mjaltir og feitimælingar, bókl. og verkl. 5. st. á viku.
Um uppeldi kálfa, bókl. 1 stund á viku.
Um skapnaðarlag á kúm, verkl. 1 st. á viku.
Doðalækningar, bókl. og verkl. 1 stund á viku.
Samtals 25 stundir á viku.
Nemendurnir höfðu verklegar æfingar í mjöltum á
hverjum degi alt námstímabilið, og einu sinni í viku í
feitimælingum. Yið kensluna var notaður Babcocks-
íeitimælir, en jafnframt var nemendunum kent að nota
•Gerbers feitimæli. Einu sinni í viku voru verklegar æf-
ingar í að vikta mjólk og fóður fyrir kýr, leggja fóðrið í
fóðureiningar o. s. frv., og í að þekkja skapnaðarlag á
kúm og mjólkureinkenni. Til þess voru notaðar um 2
stundir á viku.
Sigurður Sigurðsson ráðunautur kendi fóðrunarfræði,
mjaltir og feitimælingar, Magnús Einarsson dýralæknir
úoðalækningar og undirritaður hitt.
Bókleg kensla fór fram með fyrirlestrum, en til stuðn-
ings við fyrirlestrana lásu nemendurnir eftirfylgjandi bæk-
ur og ritgerðir, er Búnaðarfélagið gaf þeim:
Grundtræk af Huspattedyrenes Fysiologi ved H. Horne,
Husdyrlære, kort Uddrag af N. Gdegaard, Fóður- og
mjólkurskýrslur eftir Guðjón Guðmundsson, Um fóðrun
búpenings og um uppeldi kálfa eftir Hermann Jónasson,
(Búnaðarrit I. árg. bls. 1—120), Húsdýra-sjúkdómar
(doði) eítir Magnús Einarsson (Búnaðarrit. XIII. árg. bls.
93—112), Nautgriparæktunarfélög eftir Guðjón Guðmunds-
son (Búnaðarrit. XVI. árg. bls. 229—242), Um kynbæt-
ur búpenings eftir sama (Búnaðarrit. XVII. árg. bls.
126—163).
í vetur verður samskonar námsskeið hér í Reykja-