Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 352
348
sjón höfð af því, að þessar viðurkenningar kæmu í sem
flestar sýslur. Einir 8— 10 umsækjendur höfðu jafnmikið
til unnið með langri vist hjá sama fólki, þetta um 30 ár,
og liöfðu jafnframt góð meðmæli, en féð náði eigi lengra
í þetta sinn, og geta þeir umsækjendur þá komið til
greina við úthlutun snemma á næsta sumri, að fengnum
vottorðum fyrir þvi að þeir séu á lifi.
Þeirri athugasemd hefir verið hreift að verðlaunin
ættu að vera í peningum, þeir kæmu öllum vel. Fyrir
•stjórn Búnaðarfélagsins væri það óneitanlega ómaks-
minna, að leggja þessar krónur inn í sparisjóðsbækur
undir nafni hlutaðeigenda og senda þeim bækurnar með
pósti. En þess er að gæta, hvað gjafirnar eru ör-smáar
og minning slikra peninga-gjafar hverfui óðara, og því
verða einhverjir munir heppilegri. Munirnir þurfa að
vera slíkir, að á þá verði graflð eða letrað fangamarkið,
ártalið og að hluturinn sé verðlaunagjöf. Að þessu sinni
verða gjaflrnar silfurskeiðar handa kvennfólkinu, pískar
og stafir handa karlmönnunum. Ýmislegt fleira mætti
flnna til, og mætti sérstaklega nefna góðar bækur, og
væri vel að umsækjendur bentu á eitt eða fleira, sem
þeir kysu, ef þeir næðu verðlaunum.
Það hefir og verið fundið að þessum verðlaunum
hvað iitlu sé varið til þeirra, og hve fáir hreppi af þeim
•sem skiiyrðin hafa til verðlauna samkvæmt ákvörðun
búnaðarþingsins. Áratalan „15 ár í sömu vist“ og „sam-
fleytt 15 ár í vist í tveimur stöðum" Ireflr sennilega
verið sett heldur lágt. Það lítur út fyrir, alténd nú um
nokkur ár, að það sé ekki nema ómak og gabb fyrir hjú
að sækja um verðlaun, ef vistarárin eru ekki eitthvað á
þriðja tuginn, því að mestu verður að ráða árafjöldinn,
þó að nokkuð tillit kunni á stundum að mega taka til
alveg sérstaklegra meðmæla. Þaðhefirenda hjáeinstaka
bólað á þeim skilningi að verðlaunin eigi að veitast öll-
um þeim hjúum, er fullnægi hinum settu skilyrðum; en
þar sem jafnframt var auglýst, hvað miklu fé mætti