Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 353
349
verja til verðlauna á árinu, var það sjálfgefið að úr
yrði að veija.
Á búnaðarþinginu í lok júnímánaðar í sumar sem
leið var ekkert hreyft við útbýtingarskilyrðunum, enda
var þá sem engin reynsla fengin í þessu efni. Eina
breytingin var sú, að fjárveitingin var hækkuð hvort árið
1906 og 1907, í 250 kr. og ættu þá 20 að geta fengið
verðlaun hvort árið, ef 10 eru í hvorum verðlaunaflokki.
Annars væri það góð breyting á þessum verðlaun-
um, að hafa þau ein. Þau gætu leikið á 10—15 kr. eins
fyrir því. Þetta að skifta i „fyrstu" og „önnur" verð-
laun er mesta handahófsverk, munar sem engu á verð-
mæti hlutarins, og er svo örðugt að hnitmiða það niður.
Húss- og bústjórnarfólagið gamla, sem nær stóð því
eftir nafni sínu og lögum, að hugsa eitthvað um hjúin,
synjaði oftar en einu sinni verðlaunabeiðnum frá hjúum,
íið því er séð verður af Búnaðarriti þess (1839—1846),
en 2 slíkum verðlaunum útbýtti það með þeim hætti,
að félaginu höfðu verið ánafnaðir peningar beint í því
skyni. Eg minnist þess og að úr Árnessýslu var einu
sinni sóttum verðlaun til Búnaðarfélags Suðuramtsins til
gamallar konu, sem hafði verið ein 60 ár í vist,“en því
var synjað af þeirri ástæðu, að félagið veitti að eins
verðlaun fyrir ákveðnar framkvæmdir. Hér er því um
nýmæli að ræða, og mun það nú hafa verið tekið upp
að dæmi Norðmanna. Yerðlaunaveitingar þeirra eru þó
með öðru sniði. Landsheiilafélagið norska („Selskabet
for Norges Vel“), sem bráðum er orðið 100 ára gamalt
og er landsbúnaðarfélag Noregs, tók það upp 1888 að
veita heiðurspening öllum hjúum, sem með trú og dygð
hafa verið 25 ár í sömu vistinni. í tímariti félagsins
(„Tidskrift for det norske Landbrug") hefi eg veitt því
eftirtekt, að ein 100 hjú á ári, og vel það, fá þá heið-
urs viðurkenning. Til athugunar gæti komið að taka
upp viðurkenninguna í slíkri mynd, hvort sem nú þessu
norska áramarki væin haldið eða ekki.