Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 357
353
sláttuvélina, sem Brynjólfur kaupmaður Bjarnason í
Reykjavík heftr flutt til landsins. Eg vona að Búnað-
arritið flytji næst greinarkorn frá Jóni um þær tilraunir.
Eg sá teiginn hjá honum eftir vélinaánýjum túnsiéttum
mjúklendum, og var þar vel slegið. Ekki að taia um
sáðslétturnar, sem orðnar eru allmiklar i Brautarholti.
í annan stað var Herkúles reyndur fyrir austan fjallr
mun félag þar hafa keypt vélina. Norskur maður Alberti
að nafni, fór þar með hana. Guðmundur oddviti ísleifs-
son á Háeyri heflr skýrt mér frá því sem hér segir:
Guðmundur lét nota vélina í 8 daga á Kaldaðarness-
mýri. Þar sem sléttur voru stórar, til að leiða hestinn
í kring um, og hreint eða sinulaust gras var fyrir, gafst
vélin einkar vel. Sina sezt í kverkarnar á ljánum og
tefur, nema þegar að allra þurrast er og skarpast. Vélin
sló á við minst 4 menn. Ágætlega slegið, ekkert eftir,.
engar ljámýs, „fallegasti teigur sem eg hefi séð“. Al-
berti sló og með vélinni 3 daga hjá Guðmundi Lýðssyni
á Fjalli áSkeiðum og 3 daga hjá Páli Stefánssyni i Ási í Holt-
um; á báðum stöðum á engi. Á öllum þessum 3 stöðum
var annar maður með, sinná hverjum, sem lærði handtökin.
Vélin lítið eitt reynd í túni, virtist mundi koma að góð-
um notum þar sem svo mjúkt er undir, að tindarnir
geta gengið mátulega niður. Vélin var heldur þung fyrir
einn hest, hesturinn þarf að stiga ört. Eigi búið út fyrir
tvo hesta. Iiesturinn gekk fyrir 3 — 6 stundir í senn,
eftir því hvað þurt var undir. Ljáinn þurfti að leggja
á fyrir daginn; með hagfeldum steinútbúnaði tók það 2
tíma að leggja ljáinn á. Annað blaðið reyndist mun
betra en hitt.
Um „Tyrfing" tók prófnefndin það fram, að veru-
legar breytingar þyrfti að gera á honum, til þess að hann
kæmi að notum. Grasið flæktist i vélinni og vann hún
þá ekki á. Meinið að þeir sem að vélinni stóðu, höfðu
eigi borið hana í gras áður en prófað var, að minsta
kosti eigi hérlendis. Á eftir reyndist það við lítilfjörlega
23