Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 394
24
\
9. Þess er ábur getið, að styrkurinn til utanfara
hrökkur illa, þó að mörgum sé synjað ng valið úr. Til
hinna fyrirhuguðu bændaskólá þurfa að koma menn með
prófi frá landbúnaðarháskólanum, og nú vilja nokkrir
efnilegir menn ganga þá laið, sem búnaðarþinginu mun
nánar skýrt frá. Þá teljum vér og gott, að einar 3—4
rjómabústýrur gætu verið á smjörbúum í Danmörku
vetrarlangt, og þó að takist að útvega þoim áfram kost-
naðarlitla námsstaði, munar þó um það, verði þær
styrktar af þessum gjaldlið. Af Liebeslegati má nú
framvegis vænta 450 kr. styrks á ári til búriaðarnáms
erlendis, en þrátt fyrir þá góðu hjálp, hefðum vér gjarna
kosið að þessi liður hefði verið færður enn rneira upp.
10. Urn mjólkurmeðferðarkensluna er áður talað.
Yér viljum þó vikja að þvi, hvort ástæða er beint til
þess að halda nánrsstyrk til stúlknanna á skólanum
öðrum en dálitlum ferðastyrk, þar sem eftirsóknin er
svo mikil að komast á skólann og góð atvinna i aðra
hönd. Yið það bætist og, hve íljótt margar bústýrur gefa
starfið frá sér. Mundi eigi vera eins heppilegt að verja
fénu, sem gengið hefir til að styrkja stúlkurnar á skól-
anum, til utanfararstyrks til hinna efnilegustu til íram-
haldsnáms?
11. Félagsstjórnin leggur eigi fram neinar áætlanir
um húsbyggingu fyrir Hússtjórnarskólann, vildi eigi eyða
fé til þess, þar sem henni var fyrir löngu kunnugt um
að Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur vildi kaupa lóðina, og
liggur nú fyrir skriflegt tilboð frá félaginu um það, sem
búnaðarþingið verður að ráða fram úr. í sambandi við
Hússtjórnarskólamálið keinur umsókn fröken Jóninu Sig-
urðardóttur um framhald á kenslu hennar nyrðra.
Vér setjum hér liðinn óbreyttan.
12. Til verkfæra sýningar og prófunar syðra og nyrðra
teljum vér nægja 500 kr. hvort árið. Ætti slik sýning
að vera á fleiri stöðum mundi sú upphæð vart duga.
13. Um vinnuhjúaverðlaun hefir mesti fjöldi sótt,