Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 16
12 BTJNAÐAKRIT.
er það hollara og notalegra íyrir sauðjé, að fá gjöfina
að morgninum, heldur en ef það er rekið faatandi upp
úr volgu bælinu og út í snjó og kulda. Fénu verður því
síður hætt við bráðasótt, lungnaveiki og ýmsum fleiri
sjúkdómnm. Það sækir beitina með meira fjöri og
kjarki, velur betur fóður í haganum og heldur sér betur
að beit síðari hluta dags, því það verður eigi eins heim-
fúst og það fé. er veit að heygjöf bíður þess heima. Á
morgnana er féð optast þurt, en á kveldin iðulega blautt
og snjóugt, en þegar fé ryðst á garða, flóknar þur ull
síður en vot, og síður sezt hey, mosi eða annað rusl í
hana.
Þegar því fjármaður sér, að sauðfó muni fara inn
að kveldi fönnugt og blautt, þá ætti hann ætíð að sópa
íilt moð úr görðum eða jötum, áður en inn er látið, og
einkanlega varast að fé ryðjist í dyrum, þegar hríð er
eða skafrenningur, Ekki ættí að vatna eða snjógva fé
úti, heldur inni. Og í hvert sinn þegar kindur eru
búnar að éta gjöfina, þarf vandlega að verka úr húsum
alt það hey, sem slæðst hefir, því annars er hætt við,
að það setjist í ullina".
Einn af hinum stærri ullarnotendum ritar mér svo:
„Ef ullin væri vel þvegin, og hreinsuð vel úr henni
óhreinindi og sandur, siðan þurkuð vei áður en hún
er látin ofan í útflutningspokana, mundi hún stand-
ast betur samkeppnina á ullarmörkuðum vorum."
Og það er enginn efi á því, að hér er maður, sem
talar af þekkingu, og má fuilkomlega taka orð hans
trúanleg. En því miður er oss íslendingum mjög ábóta-
vant í meðferð og verkun á ull, enda hefir það oft verið
tekið fram og vítt að verðleikum, en þar eiga sök á
bæði bændur og kaupmenn. Hér þarf því mikillar lag-
færingar við. Veiða bændur að gera sér það Ijóst, að
það ef beinn hagnaður fyrir þá sjálfa, að vanda verkun
ullarinnar svo vel sem unt er.