Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 116
112
BÚNAÐARRIT.
Eftir samráði við Guðmund Hannesson hefl eg reynt
að gera mitt til að skýra málið, og safnað skýrslum í
minni sveit um áburð á túnum og eftirtekju af þeim.
Sveitungar mínir hafa látið mér fúslega í té upplýsingar
um þetta, og eftir þeim er undanfarandi skýrsla samin.
Tölurnar eru miðaðar við meðaltal í búskapartfð þess
bónda, sem nú býr á jörðinni, og koma því brot fyrir
á nokkrum stöðum. Hestatala töðu er miðuð við venju-
legt band, og má vera að hún komi ekki fyllilega saman
við opinberu skýrslurnar, sem telja sem næst lögbandi.
Af bandi því, sem hér er talið, má gera ráð fyrir, að
ætla megi 40 hesta handa fullorðinni kú, 20 handa geld-
neyti, 15 handa hrossi, en l1/^ handa kind, eftir því sem
hér gerist í bygðarlaginu.
Athugasemdir við skýrsluna.
1. Á nr. 6 hefir vatni venjulega verið veitt yfir
túnið, og virðist hafa góð áhrif.
2. Á nr. 10 hefir verið sléttað mjög mikið og rækt-
aðar grundir, en við útgræðsluna mjög mikið notuð
mold og gömul aska.
3. Á nr. 15 sléttað mikið utan túns og innan;
mikill skortur á undirburði.
4. Á nr. 18 sléttað töluvert; var stórþýft og grýtt.
5. Á nr. 23 sléttað töluvert og aukið út.
6. Á nr. 26 sléttað mikið og aukið út, alt úr
óþrifaholtum.
7. Á nr. 28 hafa undanfarin 3 ár verið bornir 30
hestar á útauka, en taða af honum ekki talin.
8. Á nr. 32 hefir verið sléttað mikið undanfarið,
bæði utan túns og innan.
Eins og skýrslan ber með sér, fer því fjarri, að
áburðarhirðing sé í svo góðu lagi sem skyldi. Áburðar-
hús eru hvergi og haugstæði misjöfn. Eg hefi talið þau
góð, sem eru á sléttu, einkum ef þau eru í hlé við sól