Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 199
BUNAÐARRIT 195
Mér finst þetta vera nokkuð harður dómur yfirleitt
um „einhliða áburðarefni", sem eg nefni tilbúinn áburð,
og all-gagnstæður því, sem nágramiar okkar álíta nú rétt-
ast samkvæmt tilraunum sínum, og þykir mér því rétt,
að við hér heima fáum dálitla hugmynd um álit þeirra
á þessum tilbúnu áburðarefnum.
Þessar norsku tilraUnir, sem eg vildi geta um, byr-
juðu árið 1898 og hefir þeim verið stöðugt haldið áíram
siðan. Svo má heita, að þær hafi verið reyndar um
þveran og endilangan Noreg, eða alls á 93 stöðum, alt
norðan frá Finnmörku suður í Kristjaníuamt. Hefir hinn
góðkunni sæmdar- og dugnaðarmaður BastianR. Larsen,
yfirkennari við búnaðarháskólann í Ási, stýrt þeim.
Bastian Larsen reiknar út, hvernig áburðurinn svari
kostnaði, þegar hann metur 1 kg. af heyi á 4 aura og
bætir 5°/o rentu við áburðarkostnaðinn á hverju ári eða
20°/o i 4 ár. Er það mjög vel í lagt fyrir síðari árin,
þegar mestur eða allur áburðurinn er borgaður. Enn-
fremur er tap og ágóði reiknaður þannig, að metinn er
aukinn heyfengur við áburðinn móti hverjum 100 kr. í
áburðarkostnaði.
Sé nú kalíáburður einn saman tekinn fyrst, eða þar
sem hann er borinn á út af fyrir sig, og var það á 90
stöðum, í mismunandi áburðartegundum og efnismagni,
fengust 46 tilraunir, sem borguðu áburð og rentur, en
44, sem ekki borguðu sig.
Á sama hátt hafa 86 fosforsýrutilraunir gefið 44
arðsamar og 42 með tapi, köfnunarefnisáburður 25 á
móti 41 og kalíáburður 14 á móti 5, sem ekki svoruðu
kostnaði.
Af áburðartegundum tveim saman hefir kalí -j-
fosforsýra 28 gegn 28; kalí -j- köfnunarefni hlutfallslega
15 gegn 17, og fosforsýra -f- köfnunarefni 31 gegn 39,
sem ekki svaraði kostnaði.
Af áburðartegundum þrem saman, kalí -4- fosfor-
sýru -f- köfnunarefni, eru 146 tilraunir. Þar af svöruðu
13*