Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 169
BÚNAÐARRIT. 165
14. Jórunn Ólafsdóttir á Syðri Rotum, Rangárvallasýslu,
15. Kristján Jónsson á Hvoli í Mýrdal, V.-Skaftafellss..
16. Margrét Einarsdóttir á Hrútafelli, Rangárvallasýslu,
17. Oddný Höskuldsdóttir á Ljótsstöðum, N.-Múlas.,
18. Rannveig Þorsteinsdóttir á Stað, Húnavatnssýslu,
19. Ríkey Eiríksdóttir á Þorflnnsstöðum, ísafjarðars.,
20. Rósa Sigurðardóttir á Skriðu, Eyjafjarðarsýslu,
21. Sigríður Halldórsdóttir í Þinganesi, A.-Skaftafellss.,
22. Una Sigurðardóttir á Reykjum í Hjaltadal, Skagafj.s.,
23. Þórarinn Guðmundsson á Miðjanesi, Barðastrandars.,
24. Þorbjörg Sigurðardóttir á Pagurhólsmýri, A.-Skaftaf.,
25. Þuríður Jónsdóttir i Dagverðarnesi, Rangárvallas.
Eins og oft áður gáfu sumar umsóknirnar ekki
nægilegar skýringar, gátu t. d. ekki um aldur, ekki nema
síðustu vistina o. s. frv. Má því vel vera, að fyrir það
hafl einhver hjú farið á mis við verðlaun, sem annars
hefði fengið þau. Umsækjendur þurfa að taka eftir aug-
lýsing þeirri, sem Búnaðarritið flytur árlega um þessi
verðlaun.
Margt fallegt er oft sagt um hiúin í vottorðunum
frá húsbændum þeirra. í þetta sinn tekur Búnaðarritið
eitt af þeim vottorðum :
„Mér er það sönn ánægja, að gefa Oddnýju Hösk-
uldsdóttur beztu meðmæli mín fyrir þau ár, sem hún
hefir verið hjú mitt. Hún er eitt af þessum sjaldgæfu
trúleikshjúum, sem eru eins og þau viti altaf, hvað hús-
bændurnir vilja helzt láta gern, og eru alt af ánægðust,
þegar verkin ganga sem bezt. Hún hefir alla tið verið
ágætlega verki farin, bæði á fæti og í sæti, og enn er
hún, þótt hún sé á 64. ári, ágætlega vinnandi og æfin-
lega fljótust allra á heimilinu til verka og sérlega vand-
virk, notinvirk og trú. Kaupgjald vill hún aldrei setja
neitt, að eins 2—4 kindur í fóðrum, og þegar eg hefi
boðið henni að taka við dálitlu kaupgjaldi, þá eru það
ætíð svörin: „Þar bítur geit sem gengur." Sömuleiðis
skal þess getið, að hún er mjög guðhrædd og trúrækin.