Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 287
BÚNAÐARRIT 283
sakað af efnafræðing landsins, Ásgeiri Torfasyni. Hann
rannsakaði einnig efnasamsetning votheysins, en efna-
samsetning fóðurbætisins var gefin upp og ábyrgst af
seljanda.
Auk þessa heys, sem allar kýrnar fengu jafnt af
allan tímann, sem tilraunin stóð yfir, var bætt við hverja
kú fóðri, þannig að þær allar fengu hlutfallslega jafnt
fóðurmagn af meltanlegum næringarefnum, miðað við
líkamsþunga og mjólkurmagn.
Meltanleg næringarefni voru reiknuð í sterkjuein-
ingum,* og altaf aðgætt jafnframt, hve mikið væri af
meltanlegri eggjahvítu, svo aldrei yrði of lítið af henni.
Þessa viðbót fengu kýrnar í misjöfnu fóðri, bæði eftir
því, nær það var á tilraunatímabilinu, og eins eftir því, í
hvaða flokki kýrin var.
Kýrnar í I. flokki fengu þessa viðbót altaf í heyi
(heykýr), l/» taða, V2 úthey; kýrnar í II. flokki í fóð-
urbæti (fóðurbætiskýr), 2/3 maísmjöl, V3 Wllh. Coldings
fóðurblöndu, og kýrnar í III. flokki fengu viðbótina að
mestu í votheyi (votheyskýr), ein einstök ögn af fóður-
bæti að auki.
Nú var tilgangurinn sá, að sjá hver flokkurinn héldi
bezt í sér nytinni, geltist minst, og hvort það munaði
því, sem svaraði mismuninum á verði fóðursins.
Til þess nú fyrst að flnna, hvort meðalkýr flokk-
anna væru eins, voru allar kýrnar fóðraðar með heyi og
með hlutfallslega jöfnu af næringarefnum, miðað við nyt-
hæð og likamsþunga (undirbúningsskeið). Það reyndist þá
svo, að meðalkýr í III. flokki reyndist einna verst, því
hún hélt verst á sér nytinni.
Þá var breytt til, og farið að gefa II. flokks kúm
* 1 sterkjueining er það magn af meltanlegum næringar-
efnum, sem þarl til að mynda jafnmikla feiti í líkama skepn-
unnar, eins og getur myndast af 1 kg. af sterkju.
Um einingar fóðursins (sterkjueiningar, fóðureiningar, hita-
einingar og heyeiuingar) verður ritað siðar.