Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 172
168 BUNAÐARRIT.
búinu í Vallanesi í Vallhólmi og héJt fyrirlestur í Bún-
aðarfélagi Viðvikursveitar. Kom til Reykjavikur 23. maí.
Dagana 5.—10. júní fór eg austur í Árnessýslu og
var á búfjársýningu, sem haldin var á eyrunum hjá Sól-
heimum í Hrunamannahreppi og var fyrir báða Hreppana.
Dagana 21. júní til 17. júlí fór eg um Borgarfjörð
og norðursýslurnar norður í Höfðahverfi í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Þá vestur um, alt vestur í Vatnsdal, en svo
suður heiðar og niður í Biskupstungur. í þeirri ferð var
eg á búfjársýningu fyrir Skarðshrepp í Skagafjarðarsýslu,
sem haldinn var á Skarði 27. júní, og á nautgripasýn-
ingu, sem haldin var í Steindyranesi í Svarfaðardal af
Nautgriparæktarfélagi Svarfdæla. Þá leit eg einnig eftir
starfseminni í nautgriparæktarfélögum Svarfdæla, Höfð-
hverlinga, Hörgdæla og Biskupstungna, og skoðaði fé-
lagsnautin, þar sem því varð komið við.
Síðasta ferðin á árinu var um suðursýslurnar, Ár-
ness, Rangárvalla og Vestur-Skaftafells, og stóð yflr
dagana 13. september til 9. október. I þeirri ferð
leit eg eftir starfsemi nautgriparæktarfélaganna í Ása-
hreppi, Ásólfsskálasókn, Dyrhólahreppi og Hvammshreppi,
og hélt fyrirlestra í Ási og Þykkvabænum í Ásahreppi,
Litlahvammi og Vík í Mýrdal og Bakkakoti í Meðallandi.
Einnig tók eg út hagagirðingar fyrir naut, sem Naut-
gripafélag Ásahrepps og hið nýstofnaða Nautgripafélag
Hraungerðishrepps höfðu látið gera. Þá skoðaði eg
einnig sauðfé í flestum sveitum Vestur-Skaftafellssýslu,
var í tveimur réttum á Síðunni, tveimur i Álftaveri og
tveimur í Mýrdalnum, auk þess sem eg skoðaði fé heima
á æðimörgum bæjum. Um þessa fjárskoðun og ástand
sauðfjárræktarinnar í Vestur-Skaftafellssýslu hefi eggefið
Búnaðarfélaginu sérstaka skýrslu og visa því til hennar.
Á námsskeiði fyrir eftirlitsmenn, sem haldið var l.
nóvember til 15. aesember, kendi eg 15 stundir á viku.
Þá tíma, er eg hefi verið heima, hefi eg haft á hendi ýms
skriístofustorf og mikil bréfaviðskifti við menn viðsvegar að.