Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 272
268 BUNAÐARRIT
nokkuð, og skal eg taka hér upp nokkuð aí því, sem eg
hefi sagt þar um heyforðabúrin:
„Sveitarstjórnin í hverri sveit semur á sumrin við
bá bændur í sveitinni, einn eða fleiri, sem gefa kost á,
að hafa til á næsta vori einhvern ákveðinn forða af góðu
heyi handa þeim bændum, sem kynnu að verða hey-
þarfar í sveitinni, gegn því:
að forðabúrsbændurnir fái borgun út í hönd fyrir heyið,
ef á því þarf að halda, í peningum eða öðru, sem
þeir taka gilda borgun,
að verð heysins sé fyrirfram ákveðið, og svo hátt, að það
sé í minsta lagi tvöfalt hærra, en menn telja hæfi-
legt verð á heyinu að sumarlagi,
að forbabúrsbóndinn eigi heyið sjálfur, ef ekki þarf á því
að halda,
að hann fái ákveðna þóknun fyrir heygeymsluna, sem
svarar t. d. Vio af verði töðu og l/6—Vs af verði
útheys, miðað við sumarverð á hvorutveggju, hvort
sem heyíð verður notað eða ekki."
Mér blandast ekki hugur um það, ab þetta er hin
lang-tiltækilegasta, íramkvæmanlegasta og auðveldasta ab-
ferb, sem enn hefir komib til umræbu, til ab koma upp
heyforðabúrum. Þessi aðferð hefir þann mikla kost, að
ávalt getur verið til í forbabúrinu gott og ekki of gam- «f
alt hey. Bóndi, sem hefir nóg engi, lofar heyforða að
vorinu, og tekur í því skyni fleira kaupafólk en hann
annars mundi taka. Eg geri ráð fyrir, að sami bónd-
inn geri kost á því ár eftir ár að geyma heyforða. Hann
hefir þá heyforðann í sérstakri heystæðu, og hefir heyið
svo mikið, að hann sé viss um, að þab sé meira en n6g
íyrir því, sem hann hefir lofað. Setjum svo, að hann
hafi lofað að hafa til 20 000 pd. af góðu heyi. Þá setur
hann í þessa heystæðu svo sem 150 tii 200 hesta af
heyi að sumrinu, svo að hann só viss um að fá úr henni
20 000 pd. á næsta vori af rekjulausu heyi.