Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 38
34 BUNAÐARRIT.
en sullirnir eru í heila eða innýflum sauðfjárins, en
tæplega í kjöti eða vöðvum, eins og komið getur fyrir í
svínum og jafnvel í nautum. Hættulegir fyrir menn
eru víst að eins þeir sullir, sem flnnast i lungum og
lifur sauðfjárins og líka koma fyrir hjá nautum; en
eftir því sem mér frekast er kunnugt, er ekki rannsakað
til hlítar, hverjum bandormategundum þessir sullir til-
heyra, og því er ekki hægt að segja með vissu um, hve
hættulegir þeir eru.
í hestum þekki eg enga sýki, sem ástæða er til að
óttast hér á landi, ef miltisbruni er undan skilinn, enda
eru þeir mest úti árið um kring og óefað hraustasta og
heilbrigðasta húsdýrið, og svo er nú komið, að hrossa-
kjötið er álitið hollasta kjötið, þó að kaþólska kirkjan
á miðöldunum bannaði alt hrossakjötsát. Vonandi verð-
um við framvegis eins og hingað til lausir við suma þá
sjúkdóma, sem erlendís hafa afarmikla þýðingu, t. d.
„snífa" í hestum, „tríkínur" í svínum, „munn- og
klaufaveiki" í klaufdýrunum, sem þykir svo varhugaverð,
að sum ríki, eins og t. d. England, banna allan inn-
flutning iifandi klaufdýra meðfram hennar vegna.
Að þessu athuguðu sést, að vér íslendingar stönd-
um töluvert betur að vígi hvað þessa hlið heilbrigðis-
málanna snertir en flestar aðrar þjóðir, erum lausir við
allilla dýrasjúkdóma, sem oft valda sjúkdómum í mönnum,
og höfum að öllu samlögðu ekkí nema eínn verulega
hættulegan sjúkdóm, sem er berklaveikin.
Opinber eða almenn kjötskoðun verður því hér á
landi að miðast við berklaveikina, og ætti að vera ákvæði
um það i heilbrigðissamþyktum allra kauptúna, að ekki
mætti hafa nautakjöt og svínakjöt á boðstólum nema
slátrunin hafi farið fram undir umsjón þess manns, sem
heilbrigðisnefndin hefir falið eftirlitið, sem eftir atvikum gæti
verið læknir eða dýralæknir. Aftur á móti sé eg ekki beina
ástæðu til að svo komnu, að láta fyrirskipa heilbrígðiseftirlit