Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 191
BUNAÐARRIT 187
peningum og skírteini fyrir því, að hann geti ávísað
borgun fyrir viðinn á banka hér á landi, og að vissasé
fyrir því, að skipsleiga verði borguð, þegar farmurinn er
afhentur.
Ef slíkur félagsskapur vœri stofnaður með ráðdeilá,
hygg e9 ftð bœndur gœtu fengið bœði góðan og tiltölu-
lega ódýran við með þessu móti.
Það lægi nærri fyrir kaupfélögin, og einkum fyrir
Sambandskaupfélag Islands, að ríða hér á vaðið, og
gera tilraun til að losa íslendinga við skaðann og óvirð-
inguna, sem þeir hafa af því, að byggja úr timbri, sem
engin þjóð önnur en þeir vill nota til bygginga.
Þar næst kemur hitt atriðið til íhugunar, hvernig
við getum komist af með sem minst timbur í bygging-
arnar, og gert þær þó betri en þær eiu nú. Ef menn
fara fyrir alvöru að hugsa um aö takmarka timbur-
kaupin, þá geta timburhúsin ekki lengur komið til tals.
Þan verða að detta smám saman úr sögunni. Fjöldi
manna er nú líka kominn á þá skoðun. Er þá að eins
um tvent að velja, steinhús og torfhiis.
Hvað steinhúsin snertir, mun einkum verða að tala
um steinsteypuhús. Þó að nóg sé til af grjóti á íslandi,
þá er fremur óvíða til vel gott byggingagrjót. Stein-
steypuhúsin geta líka sparað mesttimbur. Þarmáspara,
ekki að eins grindarviði og gólf, heldur líka mestalla
innviði og loft, og máske ræfurtimbur. Úr því að menn
geta steypt loftin, þá er ekki ólíklegt, að einnig
megi steypa ræfrið. Mætti þá leggja torfþak utan á stein-
ræfrið til hlýinda. Og gætu menn svo einnig sparað
þiljur, þá er ekki eftir nema gluggar og hurðir, því að
alla stiga má steypa.
Fyrst um sinn mundu margir, sem byggja stein-
steypuhús, gera að eins alla útveggi, suma innveggi og
gólf af steypu, en loft og ræfur af timbri, með báru-
járn á þakinu. Einnig þykir mér trúlegt, að margir
kjósí fyrst um sinn fremur að þilja innan alla útveggi,