Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 152
148 BUNAÐARRIT.
geymsluna, og það því meira, sem lakar fer um það.
Geymslu þess er oft ábótavant, og sérstaklega fer oft
misjafnlega um það á leiðinni út. Afleiðingin af því er
sú, að smjörið er þá farið að skemmast, er það kemur
á maikaðinn.
Ef tilbúningur og verkun smjörsins hefir verið eirt-
hvað gölluð. þá kemur það fram í smjörinu með aldrin-
um. Gallar þessir aukast og margfaldast þeim mun
meira, sem smjörið verður eldra og geymsla þess er verri.
Þeir eru margs konar þessir smjörgallar. Meðal þeirra
er þetta svo nefnda ,,fi>íhbragð", sem mest er fundið
smjörinu héðan til foráttu.
í raun og veru eiga nú margír þessir gallar rót
sina að rekja til gerla, sem hafa komist í mjólkina áður
en hún var skilin, eða í rjómann eftir að skilið var.
Mjólkurmeðferðin á þess vegna að stefna að þvi, svo sem
auðið er, að mjólkin varðveitist sem bezt, og að sem
minst fari í hana af gerlum og öðrum óþverra.
Það sem fremur öilu öðru styður að því, að þessu
verði fullnæat, er þrifnaðnr •—þiifnaður i smáu og stóru.
Það er fyrsta og helzta boðorðið í allri mjólkurmeðferð
og smjöigerð. Þetta boðorð þurfa allir að kunna og
breyta eftir því, sem fara með mjólk og smjör.
Að öðru leyti má benda á það, að auk þrifnaðar-
ins höfum vér í þessu efni tvö hjáiparmeðul að styðjast
við. Það er hitinn og laddinn.
Ef mjólkin er soðin eða hituð upp í 80—90° C, þá
eyðilegst alt gerlalíf í henni. Danir eru fyrir löngu
teknir upp á því, að hita mjólkina áður en hún er skilin
á mjólkurbúunum, og nú er lögboðið, að það skuli gert.
Þeir hita hana upp í 85—90° C. Ástæðuinar til þess
að þetta er gert eru tvær. Það á að hafa bætandi áhrif
á smjörgerðina, og hefir það að vissu leyti, ef allrar var-
úðar er gætt. Hin ástæðan er sú, að koma í veg fyrir,
að berklaveikin, sem er algeng þar i kúm, breiðist út