Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 263
B'ÚNAÐARRIT 259
leiddi, lamaði andlegt og likamlegt þrek manna, svo
þeir gátu ekki hugsað um annað en að bjarga líflnu.
Þjóðin var hnept í hörðustu vezlunarfjötra. Hún hafði
engin umráð efna sinna sem þjóð, og var skoðuð sem
ómyndugt barn. Að upplagi var þjóðin lóttlynd. Og
strax þegar sá til sólar, gleymdi hún hörmungum sínum,
eins og börnin sorgunum — og gladdi sig við sólskinið.
En á þetta að ganga svona um aldur og æfl? —
„Skal oss eina eymdin sífelt oinda," þegarj allar ná-
grannaþjóðir okkar taka sér fram árlega í öllum grein-
um, og tryggja sig með öllu móti, æ betur og betur,
á móti alls konar óhöppum, sem áður hafa gert þeim
tjón? Eigum við að halda áíram að telja okkur með
merjningarþjóðunum, en láta okkur þó ekki koma til
hugar, að fara að dæmi þeirra í því, að reyna að tryggja
okkur fyrir þeirri eyðileggingu, sem hefir heimsótt okkur
á undangengnum öldum, og geta heimsótt okkur enn þá,
þegar minst varir, ef við látum reka á reiðanum eins
og að undanförnu.
Allar þjóðir leggja nú á sig þunga skatta til þess
að auka herafla sinn og herbúnað, til þess að vera
nokkurn veginn óhultar fyrir nágrönnum sínum. Þetta
er auðvitað eitt af því illa í heiminum, en samt sem
áður or það lífsnauðsyn. ^Hver sem ei ver sig á shilið
að hengjast" sagði Friðþjófur. Og menningin og mann-
uðín er ekki komin lengra í heiminum en svo, að hver
þjóð verður enn þá að vera viðbúin að verja hendur
sínar, á nótt og degi, eins og á víkingaöldinni. En svo
langt er þó komið, að þjóðirnar hafa þó opnað augun
fyrir böli hernaðarins, og eru farnar að hugsa um að
draga úr því, með friðarsamböndum og samningum.
Við íslendingar höfum nú ekki neitt að segja af
þessu alþjóða-böli — hernaðinum. Og ekki er líklegt,
að aðrar þjóðir beri vopn á okkur í náinni framtíð. En
við eigum samt ískyggilegan óvin fyrir nágranna — kald-
rifjaðan, hlífðarlausan óvin. Það er hafisinn. sem liggur
17*