Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 187
BUNAÐARRIT 183
Mestalt timbur kaupum viö frá Noregi, og munu
menn gera svo fyrst um sinn. En menn ættu ekki að
kaupa neitt timbur þaðan, nema hið allra bezta, sem
fæst þar. Bezt mundi vera, ef menn gætu fengið timbur
frá öðrum löndum, þar sem til er miklu meira af timbri
úr gömlum og stórum trjám, heldur en er í Noregi.
Það timbur, sem fæst úr stórum trjám, er miklu sterk-
ara og endingarbetra en timbur úr fremur smáum og
grönnum trjám, þótt 3ömu tegundar sé. Norskt timbur
er að miklum mun sagað úr tiltölulega ungum og
grönnum trjám. Menn ættu því að fara að grenslast
eftir því, hvort eigi væri gerlegt að fá annars staðar
sterkara — endingarbetra — timbur.
En þó að menn kaupi norskt timbur, þurfa menn
ekki að sætta sig við það viðarrusl, sem kaupmenn út-
vega nú um þessar mundir. Sumt af því er blátt áfram
úrkast, sem engin þjóð vill kaupa af Norðmönnum nema
íslen&ingar. Og Norðmenn vilja ekki nota slíkt timbur
í neinar byggingar. Almenningur hér á landi heflr haldið,
að alJur norskur viður sé lélegur, af því að norskt timbur
hjá kaupmönnum er oft lélegt. Menn hafa einnig haldið,
að sænskt timbur sé miklu betra. En norska og sænska
timbrið mun raunar vera mjög líkt. Orsökin til þess,
að menn hafa talið sænska timbrið betra en hið norska,
mun vera sú, að á meðan kaupmenn fluttu hingað vörur
sínar á seglskipum, og bændur keyptu tiltölulega lítið af
lítlendum húsavið, þá tóku kaupmenn vanalega nokkuð
af timbri með sér, einkum borðvið, handa skiftavinum
sínum. Þetta timbur var tekið í Kaupmannahöfn, ásamt
öðrum vörum. En til Kaupmannahafnar fluttist mest
af sænskum við, og Sviar buðu Dönum auðvitað ekki
annað en góðan við. Sænski viðurinn, sem hingað kom,
var því fremur góður.
Þegar timburbyggingar fóru að aukast hér á landi,
og Norðmenn fóru að flytja hingað timbur til sölu, sáu
þeir fljótt, að íslendingar hugsuðu meira um verðið á