Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 141
BUNAÐARRIT. 137
alltilfinnanlega skuldug, og hafa lítið afborgað af sínum
lánum síðan til þeirra var stofnað. Stafar það vitan-
lega meðfram af því, hvað erfitt þau eiga uppdráttar.
Smjörframleiðslan er lítil, en kostnaðurinn svipaður og
hjá stærri búunum, er framleiða meira smjör.
Viðlagasjóðsskuldir annara smjörbúa, er stofnuð hafa
verið og lagst hafa niður alfarið, eða starfa ekki, voru:
Upphallega: Áiið 1910:
Brautarholtsbúið . . . 2000 kr. 1600 kr.
Dalamannabúið .... 2400 — 2080 —
Eyhildarholtsbúið. . . 700— 560 —
Laxárbúið ......2000 — 2000 —
Eins og áður er getið, eru viðlagasjóðslán búanna
veitt með þeim kostum, að þau eru a/borgunarlaus
fyrstu 5 árin. Þetta var geit meðfram með það fyrir
augum, að búin gætu á þessum árum greitt önnur lán,
er þau þyrftu til þess að komast á fót, eða minka þau.
Búin á Suðurlandi hafa einnig gert þetta. Þau hafa
flest endurgreitt lán sín önnur en viðlagasjóðslánin. Má
það kallast gott, eigi sízt þegar þess er gætt, að við-
lagasjóðslánið nam sjaldnast meiru en helming stoín-
kostnaðar, og stundum ekki það. En nú er búunum,
sem enn eiga ógreiddan meiri hlutann af sínum stofnlán-
um, nauðsynlegt að taka rögg á sig og borga banka-
og sparsjóðslánin næstu árin.
Minna má á það í þessu sambandi, að eftir því sem
búin eldast ganga þau úr sér, bæði skálamir og áhöldin.
Fara þau þá að þurfa meira viðhald en áður, meðan
þau voru ný. Eykur það smjöibúafélögunum nýjan
kostnað. Fyrir því er það svo mikilsvert, meðan búin
eru nýleg, og litlu þarf til að kosta, að reyna þá að
borga sem mest af stofnkostnaðinum. Einnig er á það
að líta, að útlit er fyrir, að smjörbúastyrknum verði
kipt í burtu þá og þegar. Það mál er sótt fast, bæði'
á alþingi og utan þess. Ættu smjörbúafélögin því að
gæta að sér í tíma og draga það ekki á langinn um