Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 22
18 BUNAÐARRIT.
1. J ar ð e pl i.
Pessum afbrigðum var sáð :
1. Bonzca, 7.. Leck,
2. Dukke, 8. Maríus,
3. Early Puritan, 9. Mela-jarðepli,
4. Gastold, 10. Ny-Matador,
5. Grams jarðepli, 11. Skaum,
6. Klaustur — 12. Up to date.
Nr. 1, 3, 4, 5, 7 og 10 voru fengin frá tilrauna-
stöð búnaðarháskólans í Ási. Hin voru ræktuð í gróðr-
arstöðinni í fyrra, og er uppruna þeirra getið í síðustu
skýrslu.
Jarðeplin voru sett lítið spíruð hinn 29. maí í nál..
10 ara, og skyldi gera samanburð á afbrigðunum, og
reitum raðað eftir því.
Eins og tekið er fram, eyðilögðust jarðeplin af nætur-
frostum (1B/v, 14/8, 23/s og 5/9), og var þó reynt að verja
grasið með vökvun, nema hið fyrsta sinni, þá kom
frostið á án þess varast væri.
2. í s 1 e n z k a r g u 1 r ó f u r.
Úr vermireit voru gulrófur gróðursettar — í beð —
í 2 ara, en fræi var sáð í 10 ara, bæði á flatt land, í
beð og í hryggi. í hryggi og á flatt land var sáð w/í,
en í beð var gróðursett og sáð 8/s. Varð engu minni
vöxtur á því, sem síðast var sáð, en á hinu, og litlu
meiri vöxtur á því, sem gróðursett var, en á því sem
sáð var. En þær rófur voru meira trénaðar, sem gróður-
settar voru. Allar voru þær dálítið trénaðar (einstakar
rófur), en míklu minna kvað að því en í fyrra. Það
tafði mjög vöxtinn, að aldrei kom regn í júní og að eins
tvisvar í júlí fram að 23. þess mánaðai'. En nokkuð
bætti það úr, að tíðum var áfall nokkurt, og svo var
vökvað alloft, eins og áður er getið. Rófurnar voru
teknar upp 23.—27. sept., það sem ekki var búið að-
selja áður. Uppskeran varð talsvert minni en í fyrra,.