Búnaðarrit - 01.01.1912, Blaðsíða 168
164 BÚNAÐARRIT.
gefa lömbum, og altaf, hvernig sem tíð er, um fengi-
tímaDn. Ær eru alls ekki vel fóðraðar, nema í þær komi
vetrarfylling, svo að flestar af þeim þurfl að klippa á
vorin aftur fyrir bóga í það minsta.
Sjá nú ekki búnaðarsamböndin sór fært, að ýta
undir að sem almennast sé girtir af búfjárhagar, með
þvi að láta menn ferðast um til þess að skoða staðhætti
og leiðbeina mönnum í þeirri grein, ennfremur að segja
næsta vegi um, hve margar ær megi hafa á dagsláttu
hverri, eftir jarðargróðri, yflr ákveðinn tíma, án þess að
það hindri viðunanlegt gagn þeirra? Ef þörf væri, er
sjálfsagt að fá bændur til að gera ábyggilega tilraun í þá átt.
Þykkvabæ, 25 jan. 1912.
Helgi Þórarinsson.
Yinnuhjúaverðlaun 1912.
Sótt var um verðlaun fyrir 41 hjú, 4 vinnumenn og
37 vinnukonur, úr 14 sýslum. Voru veitt 25, öll í
einum flokki, eins og í fyrra og af sömu ástæðu. Verð-
launin hlutu:
1. Anna Guðmundsdóttir í Görðum í Mýrdal, V.-Skaft.,
2. Bjarnfríður Bjarnadóttir á Hvítárósi, Borgarfjarðars.,
3. Bjarnhildur Bjarnadóttir á Kirkjubóli, Strandasýslu,
4. Elínborg Jósúadóttir í Snóksda], DaJasýslu,
5. Guðbjörg Björnsdóttir á Kleifum, Strandasýslu,
6. Guðlaug Guðmundsdóttir, Langsstöðum, Árnessýslu,
7. Guðný Pálsdóttir á Svínafelli, A.-Skaftafellssýslu,
8. Guðríður Helgadóttir á Lækjamóti, Húnavatnss.,
9. Guðriður Sigurðardóttir á Ytri Hrafnabjörgum, Dal.,
10. Guðrún Hansdóttir Scheving á Staðarhrauni, Mýras.,
11. Guðrún Jóhannsdóttir á Tindum, Barðastrandars.,
12. Jarþrúður Kristjánsdóttir á Vakursstöðum, N.-Múlas.,
13. Jónas Jónsson í Hraungeiði, Árnessýslu,