Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 4
SKULD Síðastliðinn vetur fréttist af starf- semi nemendahóps til verndar hvölum. Þarna er um mjög áhuga- vert framtak ungs fólks að ræða og því vill ritnefnd Dýraverndarans kynna þessa starfsemi fyrir Iesend- um sínum. Formaður félagsskapar- ins er Jón Baldur Hlíðberg, 23 ára gamall nemi og fékk undirrituð hann til viðtals eitt kvöldið nú í byrjun sumarins til þess að „rekja úr honum garnirnar" um félagið og starfsemi þess. — Hvert er upphafið að þess- ari starfsemi? Félagið á að nokkru leyti rætur sínar að rekja til „grúppu" úr Nátt- úruverndarfélagi Suð-Vesturlands er starfaði í fyrra. Eg var í þeim hópi ásamt Eddu Bjarnadóttur. Hópurinn hætti alveg að vera virk- ur, en í vetur hvatti Edda mig til þess að kynna hvalavernd fyrir menntaskólanemum. Þannig hófst þetta allt. — Og hvernig vannstu að und- irbúningnum? Eg fór í menntaskólana í Reykja- vík og Kópavogi. Setti upp aug- lýsingu og sat svo við borð í and- dyri, svaraði spurningum og tók niður nöfn þeirra, sem vildu leggja málefninu lið. — Voru undirtektir alls staðar jafngóðar? Þær voru alls staðar góðar. Sér- staklega í Kópavogi. Það reyndi hins vegar ekki á undirtektirnar í Hafnarfirði, því ég fékk ekki inni með þessa kynningu mína í Flens- borgarskóla. En alls eru skráðir á lista vel á þriðja hundrað manns. Virkir eru 30—40. — Aður en við fáum að heyra um starfsemi ykkar í vetur og vor langar mig að spyrja þig um til- gang félagsins og af hverju heitir félagið „Skuld"? Tilgangurinn er öll almenn nátt- úruvernd. Það er mikil þörf fyrir dálítið „hresst" félag. Við vitum að það eru mörg félög starfandi, en mér finnst þau ekki þjóna sínum tilgangi með að halda uppi virkri umræðu. Að virkja ungt fólk er góð andstaða við eyðileggingaröfl- in. Fram að þessu hafa einungis hvalir verið á dagskrá. Selir eru of- arlega á blaði og ég er byrjaður að kynna mér ástand selastofnsins og selveiðarnar. Félagið heitir „Skuld" eftir þriðju örlaganorninni Heims- kringlu, þeirri sem ræður framtíð- inni. Einnig á nafnið að minna á skuld okkar við komandi kynslóðir. — Undirritaður hefur miklar áhyggjur af því hvernig staðið er að selveiðum og spyr hvað hann hafi kynnt sér um þær. Ályktun Fiskifélags íslands um að selastofninn væri of stór og knýjandi væri að fækka sel stórlega fékk mig til þess að byrja að at- huga þetta mál. Ég kynnti mér fyrst rökin á bak við ályktunina og komst að því, að á þeim er alls ekk- ert byggjandi. — En snúum okkur að því, sem þið hafið gert í vetur og vor. Starfsemin hófst í febrúar, og það var byrjað að kynna málefnið í skólum. Við sýndum slides-myndir um hvalategundirnar og hvernig staðið er að drápi á þeim. Einnig sýndum við kvikmynd um hæfi- leika háhyrninga til að læra og þeim stórkostlegu möguleikum, sem maðurinn hefur til þess að komast í samband við þá. ■—■ En hvernig hafið þið vakið athygli almennings og yfirvalda? Er vitnaleiðslur voru í lögbanns- málinu á hendur Greenpease- mönnum í borgardómi stóðum við mótmælastöðu við húsakynni borg- ardóms með stóran borða sem á var letruð stutt greinargerð hvern- ig komið er fyrir hvalastofninum. —■ Hápunktur starfsins fram að þessu var sýningin ykkar í Ás- mundarsal, er það ekki? Segðu okkur frá henni. Við settum upp þessa sýningu ^ORto^oUFE VEf*NÖuJy^|F SJÁVA#? 4 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.