Dýraverndarinn - 01.05.1980, Page 5

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Page 5
Hvalvertíðin þetla ár hófst 1. júní Þann dag gengu félagar úr náttúruverndarfé- laginu, ,Skuld" í líkfylgd niður í Miðhce og höfðu þar athöfn í því skyni að vekja menn til umhugsunar. í samvinnu við Greenpeace og hún stóð í 10 daga. Endaði 1. júní, — daginn sem hvalvertíðin hófst. Á sýningunni voru upplýsingar um alla stórhvali. T.d. ljósmyndir af hvölum í eðlilegu umhverfi þeirra. Einnig voru sýnd drápstól, sem notuð eru við hvalveiðar. Kvikmynd og slides-myndir voru sýndar oft á dag og talað með þeim. Sýningin endaði svo, að sunnu- daginn 1. júní gengum við með líkkistu frá Ásmundarsal niður á Austurvöll. Á undan „líkfylgdinni" gekk stúlka, sem bar stóra ljós- mynd af hval. Á Austurvelli voru haidnar ræður og leikin sorgarlög á celló. Ég held að þetta „uppá- tæki" okkar hafi vakið athygli og vonandi fengið það fólk, sem safn- aðist saman til þess að horfa á okk- ur og hlusta, hafi farið að hugsa alvarlega um þessi mál. — Hvernig var aðsóknin að sýningunni? Það komu um 500 manns. — Og undirrituð verður allt í einu afskaplega snobbuð og vill vita hvort eitthvað af stórmennum landsins hafi heiðrað sýninguna með nærveru sinni. Nei, það komu engin „þekkt nöfn" eins og kallað er. Sennilega er það Greenpease-nafnið, sem hefur orsakað það. — Hvernig má það vera, Jón, að Greenpease-menn hafa svona slæmt orð á sér hér á iandi? Þeir hafa verið rægðir alveg óheyrilega í fjölmiðlum, m.a. kall- aðir hippalýður, sem lægi í sukki og „dópi" Staðreyndin er hins vegar sú, að flestir meðlimir Greenpeace eru bindindismenn á vín og tóbak. — Getur þú ímyndað þér hver stendur að baki slíks rógburðar? Hm, . . . einhverjir sem hafa vald og peninga, — eiga persónu- DÝRAVERNDARINN legra hagsmuna að gæta. En Green- peace er virt víða erlendis. Það er eitt af fjölmörgum svipuðum félög- um og ekki það stærsta, þó það hafi eitt látið að sér kveða á íslandi. — Veist þú nokkuð um hve lengi Greenpeace hefur starfað? Nokkur ár. Ég minni á atburð sem átti sér stað þegar Frakkar voru með kjarnorkusprengjutil- raunir í Suður-Kyrrahafi þá sigldi maður á skútu um mitt tilrauna- svæðið. Þetta vakti heimsathygli. Maður þessi heitir McTaggart, og hann stofnaði Náttúruverndarsam- tökin Greenpeace upp úr því. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því, að þegar svona „bomba" springur neðansjávar, eyð- ir sprengingin öllu lífi á margra ferkílómetra svæði. Allt drepst, fiskar, hvalir, — allt. -— Segðu mér frá vísindamönn- unum, sem eru nýbúnir að vera hér. Þau dr. Sidney Holt og Silvia Earle sem eru bæði heimsþekkt og mjög færir vísindamenn á sínu sviði komu hér til þess að kynna málstað hvalaverndarmanna með því að halda blaðamannafund og fyrirlestur, auk kvikmyndasýning- ar. Þau komu hér í tengslum við Um höfrunga Höfrungar búa yfir raunverulegri nieðaukvun sem ekki er bundin við tegundina heldur nær langt út yfir hana. Þannig hafa höfrungar t.d. margoft bjargað mannslífum. Vísindamaðurinn J. Cousteau hefur séð tvo grind- hvali halda lífi í sjúkri hnýsu í lengri tíma. Þegar höfrungskýr ber, fylgir henni önnur reynd kýr, sem tekur á móti og sér um kálfinn fyrstu mínúturnar á rneðan móðirin jafnar sig.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.