Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Qupperneq 7

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Qupperneq 7
um. Við veiðum meira en stóra hvali í úthafinu . . . Já, við stundum hrefnuveiðar af smábátum og drepum hrefnuna á viðurstyggilegri hátt en tíðkast hef- ur við nokkurt annað dýr. Notað- ur er það sem kallað er „kaldur skutull", þ.e. skutull án sprengi- kúlu. Hrefnan, eins og aðrir reyð- arhvalir sekkur við dauðann. Hún má því ekki deyja fyrr en hún er komin alveg að borðstokknum, því ef hún sekkur geta þeir ekki dregið hana upp. Dýrið dregur trilluna klukkustundum saman, þar til svo er af því dregið að hægt er að draga það að borðstokknum og lóga því þar. Arni Waag lýkir þessum veiðum við að krók væri skotið í lærið á hesti og hann síð- an dreginn um völlinn í lengri tíma eða þar til hann væri að dauða kominn af blóðmissi og kvölum. Og við skulum vera viðbúin því þegar bannaðar verða veiðar á stór- hvölum, verður stóraukin ásókn í hrefnuveiðarnar. Það hefur nefni- lega sýnt sig víða erlendis. Sovét- menn veiddu í fyrra 900 höfrunga í Suður-íshafinu og bræddu þá í mjöl! — Jón, þú segir „þegar" veiðar verða bannaðar á stórum hvölum. Þú ert bjartsýnn. Ég er persónulega sannfærður um að hvalveiðar verði lagðar af frá íslandi innan örfárra ára. Það er jafnvel útlit fyrir það strax nú í sumar verði dregið mjög af kvóta íslendinga og veiðar á búrhvalnum jafnvel alveg stöðvaðar. — Ha? Er ekki einmitt sagt að það megi veiða ótakmarkað af hon- um? Einn lygaþvættingurinn enn, að halda því fram að hann sé ekki ofveiddur. Hvernig stendur á því að meðallengd hans hefur dottið DÝRAVERNDARINN Gestrisni Nú er vor á norðurslóðum, nálgast sumarnóttin bjarta. Enn er von á gestum góðum, glaðvcerum með yl í hjarta. Stefna í norður stceltir hvalir, stoltir, rjálsir áfram líða. Olduhryggir, öldudalir atlot veita hópnum fríða. Áfram, lengra áfra?n halda, undraveröld laðar — bíður U?n undirdjúp og öldufalda ómar hvalasöngur þýður. í skinni kálfar kátir bren?ia, kemur sen?i að ferðalokum, óþreyju í ceðum kenna, ólátast með blástursrokum. Fagna?idi við faðmlög hranna, feigðarótti ei dýrum amar, gru?iar ekki grcesku manna. Gróðafýknin mantiúð lamar. Böðlar sína bra?ida se?ida, beittir skutlar loftið kljúfa. Skemmtiför fcer skjóta?i e?ida. Skep?iur kveðja veröld Ijúfa. Hafsins milda, voldug vera, vartiarlaus gegn tcekni manna, þögul mátt þú böl þitt bera. Blóðgar slóðir glcepi sa?ma. Friður ríki í rá?iarsölum. Ram??ia skutla gleypi loginn. Yfir öllum hafsi?is hvölum hvelfist heiður friðarbogi??n. Edda Bjarnadóttir. niður um rúmlega í meter á síð- ustu 15 árum? Færustu vísinda- menn telja að búrhvalurinn sé stór- lega ofveiddur. A borðinu hjá okkur liggur bók sem ber heitið: The Whaling Question. Opinber skýrsla ástralskra þingmanna. Þetta rit gerði það að verkum að Astralíumenn hættu hvalveiðum og eru nú eindregnir friðunarmenn hvala, tjáir Jón mér. Hann bendir mér einnig á skýrslu í ritinu yfir stofnstærðir hvala í öllum heimshöfum. Þar eru birtar tölur um stofnstærðir hinna ýmsu hvalategunda en spurninga- merki haft þar sem engar upplýs- ingar eru til. Norður-Atlantshafið er eitt stórt spurningamerki. Nán- ast engar upplýsingar til og mest vegna slælegra vinnubragða íslend- inga. — Að lokum, hver eru framtíð- arverkefnin? Núna erum við að vinna að frekari félagasöfnun og fjársöfnun. Einnig eru í undirbúningi aðgerð- ir til þess að vekja athygil á mál- staðnum. í vetur er stefnt að því að hafa mikið starf í skólum og eigum við von á kvikmyndum að láni auk fleira efnis. Framtíðar- áformin eru að halda áfram um- ræðum og aðgerðum um verndun hvala, bæti selunum við og síðan náttúruvernd almennt. Til dæmis að þrýsta á að friðuð svæði verði ekki eyðilögð og forða náttúruperl- um frá því að verða fórnað á altari auðmagnshyggjunnar. Verkefnin eru óteljandi og fólk gemr séð þau, bara ef það opnar augun. Það er of seint að iðrast eftir dauðann. Og að lokum óska ég Jóni Baldri alls hins besta með árangur af sinni elju og þakka honum fyrir kom- una. Jórunn Sörettsen. 7

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.