Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Qupperneq 15

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Qupperneq 15
ýmis konar, einkum smákrabbadýr eitt (Euphausia), sem mikið er af í norðurhöfum. Er þá skiljanlegt, hvers vegna haftyrðillinn er oft að flækjast innan um lausan rekís, því að þar er margt af slíkum smádýr- um. Á vetrum hrekur hann oft undan veðrum á land upp, oft langt upp til fjalla, og ferst hann þá unn- vörpum. (Stærð: v: 120—130 mm; n. 14—15 mm; fl. 19—21 mm. Þyngd 160—170 gr.) LUNDINN (Fratercula arctica arctica (L) Fullorðinn lundi í varpbúningi er grásvartur á höfðinu ofan og aft- anverðu. Að öðru leyti er hann all- ur svartur hið efra, á baki, vængj- um og stéli. Andlitið og kverkin er hvít, en þar fyrir neðan er breitt, svart hálsbindi, sem nær saman við svarta litinn á bakinu. Það er mjóst framan á hálsinum, en breiðara á hliðunum. Lundinn er eygður mjög, en þó er það minnst augað sjálft, mógrátt, sem er mest áberandi, heldur er það augnaumgjörðin öll, sem mesta athygli vekur. Á báðum augnalokum eru fiðurlaus húðþykk- ildi, blágrá að lit, sem mynda um- gjörð utan um augað. Á efra augna- lokinu er það þríhyrnd plata, en ferhyrnd á því neðra; en jaðrarnir ú augnalokunum eru rauðgulir, og mynda þeir hring utan um augað. Nefið er frekar stutt, en herfilega þunnt og flatt, eins og klipið hafi verið í það, og er nefhæðin því oft álíka og neflengdin. Fremur er nef- ið rautt, en utaná hliðum þess eru 3—4 hvítgráar þverrákir og skorur, en gulleitir hryggir á milli þeirra, sem ná upp að nefrótum. Efst er nefið blágrátt, með hárri, gulri bryggju, þar sem það mætir fiðrinu. DÝRAVERNDARINN Nefhryggurinn er boglína, og nef- broddurinn, sem er gulleitur, beygist niður fyrir neðra skoltinn. Þá er og gulrautt, hornkennt húð- þykkildi í munnvikunum, en munn- urinn að innanverðu og tungan er gui. Fæturnir eru rauðir. Á vetrum er hann svartleitur í andliti, frá nefrótum upp að aug- um. Þá er hann allur rilkomuminni ásýndum, því að hann hefir þá fellt allt skrautið, bæði af nefi og and- liti. Fer þessi felling fram á haust- in, í ágúst—september, um leið og hann fellir fiðrið og fer í vetrar- búninginn. Vetrarnefið er þá eigi eins áberandi, því að utan af því eru fallnar bryggjur allar og þykk- ildi, og sömuleiðis eru á brottu hornþykkildin í kringum augun og í munnvikunum. Ungir lundar eru allir enn dekkri í andliti, en grá- hvítir hið neðra. Nefið á þeim er sléttara, engar skorur eða bryggj- ur; það er gulleitt, en dekkra í odd- inn. Fæturnir eru gulrauðir. Ung- inn, kofan, pysjan, er mósvört, hvít á kviðinn. Lundinn er afar algengur um- hverfis land; fer honum ólíkt og teistunum, sem eru nær alls staðar með ströndum fram, en óvíða er nema strjálingur af þeim, er lund- inn er alls staðar þúsundum saman. Lundinn er farfugl að því leyti, að hann fer á haf út á vetrum eins og sumir aðrir svartfuglar. Hve langt hann fer, er eigi vitað, því að það er svo stutt síðan, að farið var að merkja þá. Lundinn kemur allsnemma á vor- in (þ. e. í apríl—maí) eftir ára- ferði til varpstöðvanna, og fer hann þá að dytta að húsakynnum sínum, því að hann verpur í holum, sem hann oftast grefur sjálfur niður í grasrótina. Á vorin fer hann því fyrst að hreinsa út gamlar holur, eða hann grefur sér nýjar, ef fyrra árs holur hafa spillzt. Holurnar eru sjaldnast grynnri en 1 meter, en 15—20 cm í þvermál. Þær eru jafn- an grafnar nokkuð skáhallt upp á við, inn í jarðveginn. Innst inni gerir hann sér hreiður úr grasi, mosa o. fl. Þar verpur hann egginu sínu, því að hann á aðeins eitt egg. Það er hvítt á lit og eigi sérlega stórt. Varptíminn er frá því seinni partinn í maí og fram um miðjan júní. Utungunartíminn er um það bil 5 vikur, og er unginn í dún- fiðri um 5—6 vikna tíma. Á þeim tíma annast foreldrarnir þá og bera mat til þeirra inn í holurnar. Ung- arnir fara venjulegast á sjóinn um mánaðamótin ágúst og september eða síðar. Eru þá ungarnir orðnir sjálfbjarga að mesm. Þegar fer að hausta að, hverfa lundarnir, ungir og gamlir, á brott frá landinu og halda þeir þá eitthvað suður á bóg- inn þangað, sem veður eru mildari. Um vemrnætur eru þeir jafnan allir á braut. Erlendis á lundinn heimkvnni í Færeyjum, Noregi, Bretlandseyjum, í Norður-Ameríku allvíða og auk þess víða um íshafslöndin, t.d. á Grænlandi, Spitzbergen, Novaja Zemlya, Jan Mayen o. v. Eru þekkt- ar nokkurar undirtegundir af hon- um á þessu svæði. (Stærð: 1. 304—356 mm; v. 158 —177 mm; n. 43—54 mm; nefhæð við rót: 31—44 mm; fl. 15—17 mm. Þyngd um 750 gr.) 15

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.