Dýraverndarinn - 01.05.1980, Síða 16

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Síða 16
Dýravernd í Keflavík Dagana 25. febrúar til 10. mars sl. var lagt niður hefðbundið skóla- starf hjá 9- bekk í Gagnfræðaskól- anum í Keflavík. Nemendum var skipt í 5—7 manna hópa sem hver um sig fékk eitthvert ákveðið verk- efni að vinna, og áttu verkefnin það eitt sameiginlegt að snerta Keflavík á einn eða annan hátt. Sem dæmi um verkefnin má nefna: Veðurfar, gróðurfar, mengun, at- vinnusaga, verðmætasköpun, heilsu- gæsla o. s. frv. Hóparnir voru um 30 talsins. Einn til tveir kennarar voru síðan leiðbeinendur í hverjum hópi fyrir sig. Eitt verkefnið fékk heitið DÝRAVERND. Jórunn Sörensen, formaður S.D.Í. er kennari við þessa skólastofnun og var því nær- tækt að hún tæki að sér að vera leiðbeinandi hóps með slíkt verk- efni. Þeir nemendur, sem tóku þátt í dýraverndunarhópnum voru: Anna Þórhallsdóttir Fanney Friðriksdóttir Úr sýningarbás dýraverndunarhópsins 16 Hluti dýraverndnnarhópsins að störfum ásamt leiðbeinanda sínum. Dýraspítalinn Loks hefur dýralæknir tekið til starfa á Dýraspítala Watsons í Víðidal. Það er danskur dýralæknir Erik Ramskov Garbus að nafni. Hann hefur unnið í 7 ár á mjög fullkomnum dýraspítala í Danmörku og lagt sérstaka áherslu á lækningu smádýra og hesta. Beina uppskurðir eru sérgrein hans. Með honunr vinna á dýraspítalanum þær Sigfírð Þórisdóttir dýrahjúkrunarfræðingur og F.dda Sigurðs- son sjúkraliða. Síminn á Dýraspítala Watsons er 76620. S.D.Í. fagnar að þessu langþráða marki er náð. /. 5. Guðrún Geirsdóttir Jóhanna Norðfjörð Lilja Hafsteinsdóttir Ragnheiður Ævarsdóttir Svandís Georgsdóttir Þar sem þetta er merk nýjung bæði í íslensku skólakerfi og ekki síður í dýraverndarstarfi verður hér rakið í stórum dráttum hvernig þetta verkefni gekk fyrir sig, — hvernig það var unnið og hverjar niðurstöður urðu er upp var stað- ið. Verkefninu var ætlað að fjalla um húsdýrahald í Keflavík. Inni í myndinni voru bæði þau dýr sem höfð eru til nytja og þau dýr sem kölluð eru gæludýr. Nemendum var ætlað að kynna sér: — Hversu útbreitt húsdýrahald væri í bænum. DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.