Dýraverndarinn - 01.05.1980, Page 19

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Page 19
ingum um réttmæti þessara aðgerða yfirlögregluþjónsins. Niðurstaða lögfræðinga var samhljóða: Yfirlögreglu- þjónninn hafði ekki rétt á að krefjast þess að veggspjald- ið yrði tekið niður og væri þetta brot á 72. gr. stjórnar- skrárinnar um tjáningarfrelsi. En skjótt skiptast veður í lofti. Nýlega hafði lögreglan í Keflavík samband við for- mann S.D.Í. vegna hunds sem hún hafði í óskilum. Hund- urinn hafði fundist ómerktur á llækingi (með ól að vísu, en ekkert merki og það er ekki nóg, en hvenær lærist öllum hundaeigendum jiað?) og var tekinn í vörslu lög- reglunnar. Gladdi það stjórn S.D.I. mjög að geta liðsinnt lögregl- unni í þessu máli. Ríkið greiddi 100 þúsund i skaðabætur fyrir hundinn DÓMSMÁLA- og fjármála- ráðuncyti hafa saázt á að greiða 100 þúsund krónur í skaðabætur fyrir hund, scm lögreglan í Keflavík tók íyrir nokkrum vikum og lct skjóta. Hundurinn sem um ræðir, var tík sem hét Perla. Kvart- anir munu hafa borizt til lögreglunnar vegna hennar. Fór lögreglan heim til éigand- ans, sem býr í fjölbýlishúsi, og tók tíkina í gangi hússins og hafði hana á brott með sér. Hundagæzlumaður bæjarins tók tíkina í sína vörzlu og aflífaði hana. Eigandinn mótmælti harð- lega aðförum lögreglunnar og kvað hana ekki hafa heimild til að aflífa hundinn jafnvel þótt hann hefði haft hundinn í leyfisleysi.. Á þessi sjónarmið féllst ríkið og bauð eigandan- um 100 þúsund krónur í skaða- bætur sem hann samþykkti. Urklippa úr dagblaði nokkru eftir að hundurinn var drepinn í Keflavík. I ntesta hlaði Dýraverndarans verða birtar dómsniðurstöður í svipuðum málum. Á að stofna dýraverndunarfélag Ein þeirra spuminga sem hópurinn spurði alla, senr rætt var við, var hvort viðkonr- andi væri meðmæltur starfsemi dýravernd- unarfélags á Suðurnesjum. Langflestir sögð- ust vera því hlynntir og töldu að slíkt félag gæti verið mjög til bóta. Trúnaðarmaður S.D.Í. og bæjarstjórinn í Keflavík voru einn- ig báðir mjög meðmæltir stofnun dýra- verndunarfélags. Alla sýningardagana var safnað undir- skriftum þeirra er á sýninguna komu og höfðu áhuga á þessu málefni. Rituðu fjöl- margir nöfn sín. Er nú verið að vinna að nánari undirbún- ingi að stofnun dýraverndunarfélags og vonandi verður það að veruleika. Það mun verða óvanalegur og mjög skemmtilegur bakgrunnur, sem slíkt félag hefði, - að eiga rætur sínar að rekja til vinnu sjö nemenda á grunnskólastigi. DÝRAVERNDARINN 19

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.