Dýraverndarinn - 01.05.1980, Side 21

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Side 21
Níu ára Smásaga eftir Guðbrand. Á. ísberg Þegar ég var níu ára gamall bjó ég ásamt foreldrum mínum og litlu systur í verkamannabústöðun- um á Teglvaersvegi 13. Pabbi var nýbúinn að missa vinnuna, svo við urðum að flytja úr glæsilegu blokk- inni okkar í verkamannabústaðina. Verkamannabústaðarnir voru langt frá gamla heimilinu okkar og þar af leiðandi var ég langt í burtu frá vinum mínum. Eg hef alltaf verið lengi að kynnast svo ég var hræði- lega einmanna fyrst í stað. Þetta var um sumar svo ég var ennþá einmanari en ef einhver önnur árs- tíð hefði verið. Bakvið húsið okkar var lítill garður. Ekki meira en svona fimm fermetrar. Meters há girðing var umhverfis hann. í einu horninu voru ruslatunnurnar. Er ég eitt sinn var að fara út með ruslið kom ég auga á kött, sem lá að mér virtist í fyrstu algjörlega hreyfingarlaus. Ég losaði mig við ruslapokann og beygði mig svo niður til að athuga hvort hann væri lifandi. Ég strauk honum ofurvarlega hægt niður eftir hnakkanum, en þegar ég kom að annarri afturlöppinni mjálmaði hann hátt og skerandi. Hann rembdist við að standa upp og er hann að lokurn tókst það sá ég að hann dró aðra afturlöppina á eftir sér. Þann rann upp fyrir mér ljós. Hann var fótbrotinn. Ég tók hann ofur varlega upp þótt hann sýndi mér óspart tenn- urnar. .Þetta var fallegur köttur Svarmr fressköttur með hvítar Guðbrandur Á. ísberg loppur og maga. Feldurinn gljáði í sólskininu og ég fékk nærri því ofbirtu í augun er ég leit á hann. Mér hafði alla tíð langað mikið í kött, svo ég hljóp inn með hann fullur vonar. — Mamma, mamma, kallaði ég þegar ég var kominn inn í eldhús. Móðir mín leit upp frá eldavél- inni. — Hvað elskan? spurði hún og leit blíðlega á mig. — Mamma, byrjaði ég lágt, má ég hafa þennan kött hjá mér? Það leið nokkur stund þar til ég fékk nokkurt svar. — Eiríkur minn, byrjaði hún rólega. — Heldurðu ekki að ein- hver eigi þennan kött? Kötturinn stökk niður á gólf áður en ég gat svarað. Hann dró afturlöppina á eftir sér og hvarf inn í stofuna. — Ég veit það ekki. Nei ann- ars, ábyggilega ekki. Hann var ekki með neina ól um hálsinn. — En Eiríkur, byrjaði móðir mín. Ég var orðinn svo ákafur að ég greip fram í móður og másandi: — Mamma, þú sást að hann er haltur. Ekki geturðu hent honum á dyr svona á sig kominn, hrópaði ég og náði varla andanum. — Jæja, ætli þú megir þá ekki hafa hann. Ég hljóp um hálsinn á henni og kyssti hana. — Takk, sagði ég í sjöunda himni, og fór í loftköstum inn í stofu til að finna köttinn. Ég varð að leita dágóða stund þar til ég loksins fann hann, þar sem hann lá undir annarri gardýn- unni við stofugluggann. — Komdu kallinn, sagði ég blíðlega og lyfti annarri hendinni til að klappa honum. Þá hvæsti hann og klóraði mig á handar- bakið. Ég sótti þá mjólk í skál og gaf honum. Hann byrjaði strax að lepja af miklum krafti og mjólk- in hvarf eins og dökk fyrir sólu. A meðan hann var að lepja hafði ég sótt sjúkrakassann fram á bað. Loksins tókst mér að binda um löppina á honum, en þá var hönd mín líka orðinn öll rispuð af klóm hans. Eftir þrjár vikur var hann orð- inn góður í fætinum. Mér fannst það kraftaverki líkast. A þeim tíma höfðum við smátt og smátt kynnst betur og betur og vorum DYRAVERNDARINN 21

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.